SSH | Nauðung í starfi með fötluðu fólki

Á námskeiðinu verður fjallað um hugtökin nauðung og þvingun út frá mismunandi sjónarhornum, svo sem lagalegum, sálfræðilegum, hagnýtum, hugmyndafræðilegum, félagslegum, læknisfræðilegum, siðferðilegum, sögulegum og sumir út frá eigin reynslu af nauðung og þvingun, annaðhvort sem gerendur eða þolendur. Fjallað verður helstu lög og reglur varðandi nauðung í starfi með fötluðum.

Markmið

Að þátttakendur kynnist hugtakinu nauðung í starfi og í hverju það felst.

Að þátttakendur þekki lög og reglur varðandi nauðung í starfi með fötluðum.

Að þátttakendur geti afstýrt ólögmætum árásum.

Að þátttakendur þekki öruggustu leiðina til að verja sig.

Fyrirkomulag

Umræður, fyrirlestur og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 15. febrúar kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Ástríður Erlendsdóttir
  • Staðsetning
    Húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
  • Mat
    Mæting
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélögin greiða námskeiðsgjald fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
15.02.2023Nauðung09:0012:00Ástríður Erlendsdóttir