Fríhafnarskólinn, lota 2 - Sala og þjónusta - Vakt B

Hlutverk starfsmanna Fríhafnarinnar er að selja vörurnar sem þar eru á boðstólnum og þjónusta viðskiptavinina sem best verður á kosið. Viðskiptavinir geta verið kröfuharðir og mikilvægt er að  mæta þeim með jákvæðu viðhorfi og uppfylla þarfir þeirra á kurteisan og yfirvegaðan hátt. Viðskiptavinir geta líka verið uppburðarlitlir og óákveðnir og þá er nauðsynlegt að nálgast þá á persónubundinn hátt og leiðbeina þeim af kostgæfni. Í þessari lotu verður meðal annars fjallað um viðhorf viðskiptavina og söluhvetjandi samskipti við þá. Í upphafi lotunnar er 6 klukkustunda vínskóli þar skerpt verður á þekkingu þátttakenda í vínfræðum. Frætt verður um helstu einkenni vína frá ýmsum hliðum og er þar innifalin vínsmökkun. Lotan er samtals 27 klukkustundir.

Athugið að skráningarfrestur er til 20. desember.

 Námskeið  Lengd  Umsjón
 Fríhöfnin í stóra samhenginu  3 klst. Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri og NN
 Vínskóli  6 klst. Dominique Plédel Jónsson, Vínskólanum
 Sala, þjónusta og menningarlæsi   15 klst.                    Margrét Reynisdóttir, Gerum betur ehf
 Tilkynnt síðar  3 klst. NN. Tilkynnt síðar
 

Námskeiðin eru haldin hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum að Krossmóa 4.

Stundaskrá

Námslýsingar á námskeiðum Margrétar Reynisdóttur, Ráðgefandi þjónusta og sala, Þjónustustjórnun og sölumarkmið, Söluhvetjandi samskipti og samningatækni, Menningarlæsi og þjónustusamskipti og Algeng mistök og verðmætir kostir sölufólks.

Námslýsingar á Fríhöfnin í stóra samhenginu og Vínskólanum

Námsleiðin er í samstarfi við Gerum betur ehf og Vínskólann.

Hæfniviðmið

Að auka hæfni þátttakenda til að selja fjölbreyttum hópi viðskiptavina það sem hentar þeim

Að auka hæfni þátttakenda til að setja raunhæf, hvetjandi og tímasett þjónustu og sölumarkmið

Að auka hæfni þátttakenda til að skapa traust í viðskiptum

Að auka hæfni þátttakenda til að til að tileinka sér vinnubrögð sem leiða til árangurs

Að auka hæfni þátttakenda til að þekkja þrúgur og lesa og skilja upplýsingamiða á víni

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Vínsmökkun.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Námskeiðin standa frá 7. janúar til 3. mars.
  • Lengd
    27 klst.
  • Umsjón
    Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Margrét Reynisdóttir M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði og Dominique Plédel Jónsson sérfræðingur frá Vínskólanum.
  • Staðsetning
    Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Fríhafnarinnar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Til að útskrifast úr Lotu 2 þarf a.m.k. 90% mætingu.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is
    550-0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.01.2020Fríhöfnin í stóra samhenginu09:0012:00Þorgerður Þráinsdóttir og NN (tilkynnt síðar)
16.01.2020Vínskólinn09:0012:00Dominique Janie Henrietta Pledel Jónsson
21.01.2020Vínskólinn09:0012:00Dominique Janie Henrietta Pledel Jónsson
30.01.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
04.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
13.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
18.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi 09:0012:00Margrét Reynisdóttir
27.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
03.03.2020Tilkynnt síðar09:0012:00NN