Verkefnastjórnun, vinnulag sem virkar

Þetta námskeið er ætlað þeim sem horfa til framtíðar og vilja efla sig í starfi, burtséð frá því hvaða störfum þeir sinna. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði verkefnastjórnunar kynnt, helstu aðferðir og hugbúnaðarlausnir. Einnig er farið í hvernig verkefnastjóri getur virkjað samstarfsfólk sitt til athafna. Meðan á námskeiðinu stendur vinna nemendur verkefni og kynna það í lokatímanum. Kennarar eru allir reyndir sérfræðingar á þessu sviði sem þekkja til stærri og smærri verkefna.

Námskeiðið er fjarkennt í stakar tölvur þátttakenda utan höfuðborgarsvæðisins í gegnum fjarfundarkerfið Adobe connect.

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar.

Námsþættir:

  • Grunnatriði í verkefnastjórnun.
  • Hugbúnaðarlausnir.
  • Að virkja hópinn - leiðtoginn og hópurinn.
  • Undirbúningur verkefna.
  • Áætlanagerð.
  • Stjórnun - framkvæmd.
Námskrá

Hæfniviðmið

Að kynnast helstu aðferðum verkefnastjórnunar.

Að átta sig á hlutverki stjórnandans.

Að átta sig á gildi samvinnu í verkefnastjórnun.

Aukin færni til að beita hugbúnaðarlausnum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. 
Námskeiðið er fjarkennt í stakar tölvur þátttakenda utan höfuðborgarsvæðisins.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    19. september - 24. október. Kennt á mánudögum frá kl. 13:00 - 15:50.
  • Lengd
    16 klst.
  • Umsjón
    Sveinbjörn Jónsson verkfræðingur og MPM, Kristín Baldursdóttir Cand Oecon, MA og MPA og Hróbjartur Árnason sérfræðingur í fullorðinsfræðslu.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    36.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Allir sem vilja kynnast aðferðfræði verkefnastjórnunar
  • Gott að vita
    Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.
  • Ummæli
  • Takk fyrir frábæran fyrsta dag, virkilega flott námsefni og stórkostlegur kennari.

    – Laufey Björk Ólafsdóttir

  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
19.09.2016Grunnatriði í verkefnastjórnun 13:0015:50Sveinbjörn Jónsson
26.09.2016Undirbúningur verkefna13:0015:50Sveinbjörn Jónsson
03.10.2016Hugbúnaðarlausnir13:0015:50Hróbjartur Árnason
10.10.2016Áætlanagerð13:0015:50Sveinbjörn Jónsson
17.10.2016Að virkja hópinn - leiðtoginn og hópurinn13:0015:50Kristín Baldursdóttir
24.10.2016Stjórnun og framkvæmd13:0015:50Sveinbjörn Jónsson