Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál - Vefnám - kl. 9:00-12:00

Gagnrýnin hugsun snýst um að skoða mál frá öllum hliðum.

Efling hennar snýst um að temja sér ákveðna nálgun við skoðanamyndun og ákvarðanatöku og forðast þekktar gildrur hugsunarinnar.

Á námskeiðinu verður rætt um ólíka þætti ákvarðanaferlisins og hvernig ákvarðanir geta verið teknar á gagnrýnan máta.

Athyglinni verður einkum beint að því hvernig við getum varast að hrapa að ályktunum í einstökum málum með því að gera okkur grein fyrir hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur í hverju tilviki fyrir sig.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfin Zoom eða Teams. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst.

Hæfniviðmið

Að átta sig á hvað felst í gagnrýnni hugsun.

Að geta skoðað mál frá öllum hliðum.

Að geta tekið ákvarðanir á gagnrýninn máta.

Fyrirkomulag

Vefnám

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagurinn 13. október kl. 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Henry Alexander Henrysson heimspekingur
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    16.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Opið öllum. Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
13.10.2021Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamálHenry Alexander Henrysson