Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál - Vefnám - kl. 9:00-12:00

Dagleg samskipti geta reynst flókin og erfið. Jafnvel einföldustu ákvarðanir eiga það til að draga dilk á eftir sér. Fyrir því eru einkum þrjár ástæður. Í fyrsta lagi geta upplýsingar sem við byggjum á verið rangar eða misvísandi. Við ígrundum ekki nægilega hvort mögulega sé verið að hafa áhrif á okkur. Í öðru lagi eigum við það til að blekkja okkur sjálf um að það sem við vonumst eftir sé satt. Við gerum okkur ekki grein fyrir sálrænum annmörkum á skoðanamyndun. Og að lokum gleymum við gjarnan að hugleiða mögulegar afleiðingar ákvarðana okkar. Við einbeitum okkur of mikið af því sem er fyrir framan okkur hér og nú.

Gagnrýnin hugsun snýst um að skoða mál frá öllum hliðum. Efling hennar snýst um að temja sér ákveðna nálgun við skoðanamyndun og ákvarðanatöku og forðast þekktar gildrur hugsunarinnar. Í námskeiðinu verður rætt um ólíka þætti ákvarðanaferlisins og hvernig ákvarðanir geta verið teknar á gagnrýnan máta. Athyglinni verður einkum beint að því hvernig við getum varast að hrapa að ályktunum í einstökum málum með því að gera okkur grein fyrir hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur í hverju tilviki fyrir sig.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfin Zoom eða Teams. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.  Í fjarfundakerfunum sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að átta sig á hvað felst í gagnrýnni hugsun.

Að geta skoðað mál frá öllum hliðum.

Að geta tekið ákvarðanir á gagnrýninn máta.

Fyrirkomulag

Vefnám

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagurinn 13. október kl. 9:00 - 12:00.
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Henry Alexander Henrysson heimspekingur
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  16.500 kr.
 • Markhópur
  Opið öllum. Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is
 • Mat
  Þátttaka

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
13.10.2021Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamálHenry Alexander Henrysson