Þróttur/Kópavogur: Samskipti á vinnustað Hópur 1
Samskipti á vinnustað eru flókin. Við mannfólkið erum margslungin og misjöfn og eðlilega eig um við misvel saman. Þó deila megi um hvort „nútíminn sé trunta með tóma grautarhaus“ eins og segir í frægu dægurlagi, þá er víst að nútímalíf er flókið og miklar kröfur eru gerðar til fólks á öllum sviðum. Í veruleika nútímans er yfir 50% skilnaðartíðni en þann flóttamöguleika höfum við ekki svo auðveldlega á vinnustað, þar verðum við oftar en ekki að finna leiðir til að ekki bara láta okkur lynda við hvert annað, heldur hafa samskiptin virkilega góð svo ekki komi niður á gæðum vinnunnar. Góð samskipti á vinnustað eru einn af hornsteinum starfsánægju sem er ein af forsendum gæða og skilvirkni í starfi. Það er því mikilsvert að skapa grundvöll fyrir virkilega góð samskipti á öllum vinnustöðum.
Jákvæðni er mikilsverður eiginleiki í samskiptum og starfi enda hefur það sýnt sig að jákvæðni auðveldar lausnahugsun, liðkar fyrir samskiptum auk þess sem þessi eiginleiki hefur fylgni við heilsuhreysti og langlífi svo eitthvað sé nefnt. Það er þó erfiðara í að komast en um að tala. Því miður dugar skammt að skipa fólki að; „vera nú jákvætt!“, ljóst er að fleira þarf að koma til.
Að byggja brýr í samskiptum er námskeið sem kennir leiðir til að öðlast og temja sér meiri jákvæðni. Til grundvallar eru hafðar rannsóknir og niðurstöður Robert A. Emmons sem er leiðandi í rannsóknum innan svokallaðrar „jákvæðnisálfræði“ en rannsóknir hans og skrif um þakklæti, jákvæðni og hamingju hafa vakið mikla athygli um hinn vestræna heim. Námskeiðið sjálft og þær aðferðir sem kenndar eru henta vel til að styrkja vinnuhópa, auka skilning milli fólks og auka tíðni uppbyggilegra samskipta.
Jákvæðni er mikilsverður eiginleiki í samskiptum og starfi enda hefur það sýnt sig að jákvæðni auðveldar lausnahugsun, liðkar fyrir samskiptum auk þess sem þessi eiginleiki hefur fylgni við heilsuhreysti og langlífi svo eitthvað sé nefnt. Það er þó erfiðara í að komast en um að tala. Því miður dugar skammt að skipa fólki að; „vera nú jákvætt!“, ljóst er að fleira þarf að koma til.
Að byggja brýr í samskiptum er námskeið sem kennir leiðir til að öðlast og temja sér meiri jákvæðni. Til grundvallar eru hafðar rannsóknir og niðurstöður Robert A. Emmons sem er leiðandi í rannsóknum innan svokallaðrar „jákvæðnisálfræði“ en rannsóknir hans og skrif um þakklæti, jákvæðni og hamingju hafa vakið mikla athygli um hinn vestræna heim. Námskeiðið sjálft og þær aðferðir sem kenndar eru henta vel til að styrkja vinnuhópa, auka skilning milli fólks og auka tíðni uppbyggilegra samskipta.
Hæfniviðmið
Bætt samskipti.
Styrkari hópur og meiri skilningur milli fólks.
Aukið þakklæti og meiri gleði.
Að lifa lífinu lifandi.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 30. janúar kl. 10:30 - 13:30.
- Lengd3 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman - sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun.
- StaðsetningFagralundi, Furugrund 83, 200 Kópavogi.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞetta námskeið er ætlað þeim starfsmönnum Kópavogsbæjar sem boðaðir hafa verið á það.
- Gott að vitaÞetta námskeið er ætlað þeim starfsmönnum Kópavogsbæjar sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia@smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 30.01.2019 | Samskipti á vinnustað. | 10:30 | 13:30 | Ingrid Kuhlman - sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun. |