Sauðárkrókur - Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð

Stjórnun og miðlun upplýsinga er samofin daglegu starfi hjá skipulagsheildum.

Án kerfisbundinnar skjalastjórnar er aukin hætta á að skjöl rati í rangar hendur, eyðileggist eða jafnvel glatist.

Á þessu námskeiði er fjallað um helstu þætti upplýsinga- og skjalastjórnar, s.s. helstu hugtök, lög og reglur, samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar, öryggismál upplýsinga, stafræna þróun og innleiðingu.

Tekin eru fyrir raunveruleg dæmi og reynt að tengja efnið sem best við reynslu þátttakenda svo það nýtist sem best í starfi.

Markmið

Aukin skilvirkni við upplýsinga- og skjalastjórn.

Aukinn skilningur á gildi upplýsinga- og skjalastjórnunar fyrir gæðastjórnun og rekstur.

Aukinn skilningur á hvernig hægt er að innleiða aðferðafræðina á vinnustaðinn sem heild.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudagur 9. október kl. 13:00 - 17:00
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Ragna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands
 • Staðsetning
  Farskólinn - Faxatorg, 550 Sauárkrókur.
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Námið hentar þeim sem annast skipulag skjalamála á eigin vinnustað. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Farskólanum (Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra).

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
09.10.2020Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð13:0017:00Ragna Kemp Haraldsdóttir