5-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi

Skráningu lýkur 18. okt. kl.10:00. 

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Fundi og fundar(ó)menningu: hvers vegna eru svo margir fundir slæmir?
 • Erkitýpur slæmrar fundarmenningar.
 • Hvaða ábyrgð við berum á fundamenningu í eigin starfsumhverfi.
 • Hvaða þættir skipta mestu máli fyrir góða, skilvirka fundi.
 • Leikskipulagið 5-4-1: Tíu lykilþætti fyrir umgjörð funda, innihald og eftirfylgni.
 • Hagnýt ráð til að ákvarða rétta umgjörð funda.
 • Hagnýt ráð til að tryggja ábyrga fundarstjórn og gagnlegt innihald funda.
 • Hagnýt ráð til að skrá niðurstöður og tryggja eftirfylgni funda.

Ávinningur þinn:

 • Heildarsýn á þá þætti sem skipta mestu máli við að nýta fundi með skynsamlegum hætti og stuðla að betri fundarmenningu.
 • Hagnýtt „leikkerfi“ til þess að halda réttu fundina á viðeigandi hátt.
 • Hagnýtar aðferðir til þess að tryggja skynsamlegan undirbúning, skipulag og umgjörð funda.
 • Hagnýtar aðferðir til þess að bæta samskipti og samvinnu á fundum.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.

Hæfniviðmið

Að benda á hagnýtar leiðir til þess að nýta fundi með skynsamlegum hætti og stuðla þannig að betri fundarmenningu.

Fyrirkomulag

Gert er ráð fyrir virkri þátttöku í umræðum, deila reynslu og læra af öðrum.

Þátttakendur fá afrit af glærum sem notaðar eru á námskeiðinu, ásamt bókalista og ábendingum um ítarefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 2 nóvember frá kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Þór Hauksson, MPM (Master of Project Management)
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Zoom
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Stjórnendur, leiðtogar, verkefnastjórar og allir þeir sem stýra fundum í starfi og vilja nýta fundi betur.
 • Gott að vita

  Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

  Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

  Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

  Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
02.11.20225-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi09:0012:00Þór Hauksson