Vefsíðugerð - WIX - Vefnámskeið

Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleift að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja nein kerfi upp og engin þekking á forritun eða heimasíðugerð þarf til. WIX er afar öflugt og skemmtilegt kerfi sem gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu.

Á námskeiðinu er smíðuð góð heimasíða sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.

Námsþættir:

  • Notendaviðmót Wix.  
  • Helstu hugtök í vefgerð.  
  • Tenging við lén og tölvupóst.  
  • Að búa til vef.
  • Að setja inn myndir og myndbönd.  
  • Að setja inn myndasöfn og fréttasíðu/blogg.
  • Setja inn skráningarform.
  • Upplýsingasöfnun.  
  • Póstlistakerfi Wix.
  • Leitarvélabestun.  

Athugið að í upphafi er ein vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi almenna þekkingu á tölvunotkun.  

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.

ATH! Námskeiðið er einnig haldið:

28. maí - "VALFRJÁLST UPPHAF": NÝJUNG! Þarft ekki að bíða til 28. maí, getur hafið námið  um leið og skráning er samþykkt (ef skráning er eftir 5/2).

Hæfniviðmið

Að þátttakendur geti búið til vefsíðu með WIX vefkerfinu.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    5. febrúar. Námskeiðið stendur í þrjár vikur.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja læra að gera vefsíður frá grunni.
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
05.02.2019Notendaviðmót Wix skoðað. Helstu hugtök í vefgerð. Tenging við lén og tölvupóst. Fyrsta síða búin til.Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
08.02.2019Setja inn myndir og myndbönd. Móta útlit og bakgrunn. Setja inn myndasöfn og frétta (blogg) síðu.Bjartmar Þór Hulduson
15.02.2019Setja inn skráningarform. Safna upplýsingum. Póstlistakerfi Wix. Leitarvélabestun. Aragrúi ókeypis aukahluta sem h ægt er að nota fyrir vefinn.Bjartmar Þór Hulduson