Þróttur Borgarnes - Einelti í skólum

Á námskeiðinu verður fjallað um einelti í skólum, einkenni þess og birtingarmyndir. Farið verður yfir viðbrögð starfsmanna þegar einelti á sér stað og rætt um leiðir til og lausnir til úrbóta. Einelti verður skilgreint og rætt um muninn á einelti og stríðni. Rætt verður um hlutverk gerenda, þolenda og mögulegar afleiðingar eineltis.

Sérstaklega verður fjallað um einelti í skólum og innan hópa yngri gerenda og aðgerðaáætlun skóla kynnt, ef hún er til staðar. Þá verður sérstaklega fjallað um íþróttahús sem áhættusvæði fyrir einelti og ágreining og samskipti við skóla ef þess verður vart.

Hæfniviðmið

Að skilgreina einelti.

Að efla umræðu og vitund um birtingamyndir eineltis meðal barna.

Að skapa umræðu um hvaða leiðir eru færar til að takast á við einelti.

Að auka skilning á afleiðingum eineltis, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    8. maí 2020 frá kl. 9:00-12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Tómas Jónsson
  • Staðsetning
    Hótel B59, Borgarbraut 59, Borgarnesi.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    100% mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.05.2020Einelti í skólum09:0012:00Tómas Jónsson