Launaskólinn - Þema III - Fjarvera frá vinnu - launaðar og ólaunaðar fjarvistir
Markmiðið er að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi, með því að gefa heildarsýn yfir sviðið, kynna helstu ákvæði kjarasamninga og réttinda launþegans ásamt því að veita hagnýtar upplýsingar.
Orlof
Orlofsreglurnar eru teknar fyrir, bæði að því er varðar réttinn til að taka orlof/frí frá störfum og réttinn til orlofslauna (launaðra vinnuskyldustunda og orlofsfjár). Þá er fjallað um ávinnslu orlofs, skipulagningu orlofs, frestun orlofs, veikindi í orlofi, uppgjör við starfslok o.fl.
Óvinnufærni – veikindaréttur og slysatryggingar
Reglurnar um rétt vegna veikinda og slysa eru teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsmanns, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta.
Fæðingar- og foreldraorlof
Farið yfir þær reglur sem gilda um rétt starfsmanna til fæðingarorlofs, einkum varðandi tilhögun (hvernig það er tekið), greiðslur í fæðingarorlofi sem og uppsöfnun og vernd réttinda. Jafnframt er fjallað um ýmis hagnýt atriði, svo sem mæðraskoðun og veikindi á meðgöngu. Þá er fjallað stuttlega um foreldraorlof.
Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 50.000.
Umsjón
Sara Lind Guðbergsdóttir og Halldóra Friðjónsdóttir frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Hæfniviðmið
Að kunna skil á helstu atriðum um ávinnslu orlofs og framkvæmd þess.
Að kunna skil á reglum um veikindarétt, sér í lagi þeim sem gilda um rétt til launaðra veikindafjarvista og nýtingu þeirra.
Að þekkja reglurnar um fæðingarorlof.
Að kunna skil á helstu reglum um vinnuskil og fjarveru frá vinnu.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími14. - 15. janúar 2020 frá kl. 9:00-15:00 báða daga.
- Lengd10 klst.
- UmsjónSara Lind Guðbergsdóttir og Halldóra Friðjónsdóttir frá Kjara- og mannauðssýsla ríkisins.
- StaðsetningSkipholt 50b, 105 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- Verð50.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurLaunafulltrúa og þeir sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ.
- Gott að vitaMarkmiðið er að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 14.01.2020 | Orlof | 09:00 | 12:00 | Sara Lind Guðbergsdóttir |
| 14.01.2020 | Fæðingar- og foreldraorlof | 13:00 | 15:00 | Sara Lind Guðbergsdóttir |
| 15.01.2020 | Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar | 09:00 | 12:00 | Halldóra Friðjónsdóttir |
| 15.01.2020 | Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar | 13:00 | 14:00 | Halldóra Friðjónsdóttir |
| 15.01.2020 | Almennt um fjarveru frá vinnu | 14:00 | 15:00 | Halldóra Friðjónsdóttir |