Þróttur Borgarnes - Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin?

Á námskeiðinu mun starfsmenn skóla og íþróttamannvirkja hittast og fara saman yfir samskipti og starfsskyldur.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig samstarfi starfsmanna skóla og íþróttamannvirkja er háttað. Hvar liggja mörkin hvað varðar ábyrgð og „afskiptasemi“, öryggismál og hver er farvegur upplýsingamiðlunar milli þessara aðila. Hvert er hlutverk kennara/stuðningsfulltrúa/skólaliða utan skóla og hvert er hlutverk starfsmanns íþróttamannvirkis í samskiptum við nemendur.

Farið verður yfir lagalega þætti og ýmis álitamál hvað varðar samskipti við skóla, kennara, börn og foreldra og rætt um ábyrgð starfsmanna íþróttamannvirkja. Megin markmiðið er að skerpa á þeim línum sem eru í þessu samstarfi svo allir hlutaðeigandi átti sig betur á sínu hlutverki og sinni þannig starfsskyldum sínum um leið og gætt er að öryggi og góðri líðan nemenda.

Hæfniviðmið

Að starfsmenn átti sig betur á hlutverki sínu gagnvart skólabörnum.

Að starfsmenn verði meðvitaðri um mikilvægi trúnaðar.

Að skýra betur hvar mörkin milli ábyrgðar kennara/skóla og starfsfólks íþróttamannvirkja liggja.

Að starfsmenn þekki helstu lög sem varða börn og ungmenni.

Að bæta tengsl starfsfólks skóla og íþróttamannvirkja.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. maí 2020, frá kl. 9-15:30.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir
  • Staðsetning
    Hótel B59, Borgarbraut 59, Borgarnesi.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    100% mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.05.2020Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin?09:0015:30Sigríður Hulda Jónsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir