Viðurkenndur bókari - EHÍ
Endurmenntun HÍ býður nú nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpurnarráðuneytisins skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Námið er eitt misseri og skiptist í þrjá hluta: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni ásamt raunhæfu verkefni úr efnisþáttum I. og II. prófhluta. Námið má fá metið til 6 ECTS eininga á grunnstigi háskóla, að því gefnu að þátttakandi uppfylli inntökuskilyrði HÍ ásamt því að ljúka öllum prófhlutum til viðurkenningar bókara með tilskilinni lágmarkseinkunn.
Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið.
Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.
Hæfniviðmið
Að undirbúa nemendur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Fyrirkomulag
Kennsla hefst í byrjun ágúst og lýkur í desember.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:15- 19:15 og laugardögum frá 9:00 - 13:00 og einn föstudag 2. okt. frá kl. 16:15 - 19:15.
Þeir sem skrá sig hjá Starfsmennt þurfa einnig að skrá sig hjá Endurmenntun HÍ en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um námið.
Helstu upplýsingar
- Tími17. ágúst 2020.
- Lengd122 klst.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Ísslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.
- Gott að vitaÖðrum en aðildarfélögum Starfsmenntar er bent á að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, s. 525 4444.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
17.08.2020 | Undirbúningsnám - Viðurkenndur bókari | 00:00 | 00:00 | Endurmenntun Háskóla Íslands |