Almennt tölvunám, grunnur - Vefnámskeið

Námskeiðið hefst á undirbúningsviku. Á meðan á henni stendur er enn mögulegt að skrá sig og bætast í hópinn. Vegna þessa breytist dagsetning námskeiðs á vefnum. 

Námskeiðið Tölvur og tölvunotkun er kennt í formi fjarnáms og hefur hlotið einstaklega góðar undirtektir. Þetta er 10 vikna (60 klst.) tölvunámskeið og eru engar forkröfur á þekkingu gerðar. Námið fer fram með aðferðum fjarnáms sem allir ráða við. Auk þess er nemendum fylgt eftir símleiðis og þeir hafa aðgang að þjónustusíma sem er opinn frá 10.00-20.00 alla virka daga. Athugið að upptalning á efnistökum námsgreina hér á vefnum er ekki tæmandi.

1. Tölvuleikni - Windows stýrikerfið
Fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins, kennt er að nota músina, valmyndir og hvernig möppur eru myndaðar. Unnið er með einföld forrit og skrár.
2.  Ritvinnsla Word
Kynntir eru grunnþættir í ritvinnslu, móta texta og setja inn myndir, töflur og myndrit. Fjallað verður um vefsíðugerð með Word og persónulegar fjöldasendingar (Mail merge).
3. Töflureiknir Excel
Unnið með útreikninga eins og prósentureikning, meðaltal og áætlanagerð. Einnig er fjallað um hvernig gögn eru flutt inn og úr Excel í önnur forrit.
4. Internetið og tölvupóstur
Útskýrt hvernig forritið vinnur og hvernig leitarvélar eru notaðar. Vefpóstur kynntur og hvernig hægt er að afrita myndir og texta af netinu. 
5. Upplýsingatækni
Grundvallarhugtök í upplýsingatækni kynnt, fjallað um tölvunotkun, upplýsingasamfélagið, hverju skal huga að áður en tölva er keypt, gagnavernd og vinnustellingar við tölvu.

Nánari námskeiðslýsing.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Hæfniviðmið

Aukin tölvufærni.

Þekking á helstu tölvuforritum, s.s. word og excel.

Aukin skilningur á internetinu, tölvupósti og upplýsingatækni.

Fyrirkomulag

Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í 10 vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma, 788 8805, sem er opinn 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    17. sept. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur.
  • Lengd
    60 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    56.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja bæta almenna tölvufærni.
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
17.09.2019Tölvuleikni - Windows stýrikerfiðBjartmar Þór Hulduson
21.09.2019Ritvinnsla (Word)Bjartmar Þór Hulduson
28.09.2019Töflureiknir (Excel)Bjartmar Þór Hulduson
05.10.2019Internetið og tölvupósturBjartmar Þór Hulduson
12.10.2019UpplýsingatækniBjartmar Þór Hulduson