Umhverfisstefna hjá stofnunum

Fyrirtæki og stofnanir um allan heim eru að móta og innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun, nýta auðlindir betur og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina.

Umhverfisstefna snertir alla starfsemi stofnunarinnar og er því mikil áskorun fólgin í innleiðingunni.

Á þessu námskeiði verður farið í uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar og hverjar helstu áskoranir eru innan og utan veggja stofnunarinnar.

Farið er í áætlanagerð, hvernig unnið er með umhverfismarkmið og þau brotin niður í verkefni auk þess sem fjallað er um leiðir við innleiðingu.

Markmið

Að kunna skil á helstu þáttum varðandi mótun umhverfisstefnu.

Að efla færni í gerð umhverfisstefnu.

Að auka skilning á ferlinu við innleiðingu stefnunnar.

Að auka þekkingu á lausnum sem hægt er að nota við innleiðingu á umhverfisstefnu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudaginn 29. október 2020 frá kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Vilborg Einarsdottir, framkvæmdastjóri BravoEarth ehf.
 • Staðsetning
  Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b (3.hæð),105 Reykjavík
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  15.000 kr.
 • Markhópur
  Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa áhuga á því að innleiða umhverfisstefnu á vinnustaðinn.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
29.10.2020Umhverfisstefna hjá stofnunum09:0012:00Vilborg Einarsdottir