Umhverfisstefna hjá stofnunum - Vefnám

Fyrirtæki og stofnanir um allan heim eru að móta og innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun, nýta auðlindir betur og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina.

Umhverfisstefna snertir alla starfsemi stofnunarinnar og er því mikil áskorun fólgin í innleiðingunni.

Á þessu námskeiði verður farið í uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar og hverjar helstu áskoranir eru innan og utan veggja stofnunarinnar.

Farið er í áætlanagerð, hvernig unnið er með umhverfismarkmið og þau brotin niður í verkefni auk þess sem fjallað er um leiðir við innleiðingu.

Zoom upplýsingar:
Námskeiðið verður í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom.

Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst.

Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.

Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Áður en námskeiðið hefst er mikilvægt að vera í góðu netsambandi og gott er að athuga hvort myndavélin og hátalarinn í tölvunni virki vel.

Nauðsynlegt er að vera í rými þar sem ekki er mikill umgangur því umhverfishljóð geta truflað að vel heyrist í þér. Það getur verið hjálplegt að nota heyrnatól til að minnka umhverfishljóð.

Hægt er að tengjast Zoom viðmótinu frá tölvu eða snjalltækjum (ipad, síma ofl). Zoom virkar best í vafra (browser) eins og Google Chrome eða Firefox en virðist ekki virka jafn vel í vöfrum eins og Safari og Internet Explorer. Einnig er hægt að hlaða niður Zoom forritinu og þarf þá ekki að nota vafra.

Þegar fyrst er farið inn á námskeiðið er mikilvægt er að leyfa bæði „join with computer audio“ og „join with computer video“

Þegar þú hlustar á námskeiðið er best að stilla á „mute“ þín megin og síðan „unmute“ ef þú ert beðin/n um að tala.
„Mute“ takkann má finna í vinstra neðra horninu á skjánum.
Þegar smellt er á þann takka kemur rauður borði yfir myndina af hljóðnemanum, þá er hljóðneminn á mute.
Til að gera „unmute“ þegar þú ætlar að tala, smellir þú aftur á hljóðnemann.

Einnig er hentugt að nota „Chat“ valkostinn ef þú þarft að koma skilaboðum til kennara eða annara þátttakenda meðan á námskeiðinu stendur.

Hæfniviðmið

Að kunna skil á helstu þáttum varðandi mótun umhverfisstefnu.

Að efla færni í gerð umhverfisstefnu.

Að auka skilning á ferlinu við innleiðingu stefnunnar.

Að auka þekkingu á lausnum sem hægt er að nota við innleiðingu á umhverfisstefnu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudaginn 29. október 2020 frá kl. 09:00 - 11:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Vilborg Einarsdottir, framkvæmdastjóri BravoEarth ehf.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    15.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa áhuga á því að innleiða umhverfisstefnu á vinnustaðinn.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og virkni á námskeiðinu
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
29.10.2020Umhverfisstefna hjá stofnunumVilborg Einarsdottir