Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin - Vefnám

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Skilgreiningu á hvað er verkefni og hvað er verkefnastjórnun.
 • Undirbúning verkefna og ræs.
 • Hvernig skilgreina á markmið verkefna og hvernig árangur er metinn.
 • Uppsetning verkefnis: Hvernig tíma- og kostnaðaráætlanir líta út.
 • Eftirfylgni verkefnisáætlunar.
 • Skil og lúkning verkefna.

Markmið

Að auka skiling á verkefnastjórnun og leiðum til betri árangurs og þróa hæfni í að taka við verkefnum og leysa þau.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Tekin verða fyrir hagnýt og raunveruleg verkefni sem flestir ættu að geta samsvarað sig við. 

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. 
Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra. Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.
Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 29. september 2020 frá kl. 08:30 - 12:30
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Félagsmenn Starfsmenntar sem vilja kynnast aðferðfræði verkefnastjórnunar.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
29.09.2020Verkefnastjórnun - fyrstu skrefinSveinbjörn Jónsson