Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu: Stjórnsýsla og lagaumhverfi - HÓPUR 2

Fjallað verður um ákvæði stjórnsýslu- og upplýsingalaga. Yfirlit yfir helstu ákvæði og reglur stjórnsýslulaganna. 
Leiðbeiningarskylda starfsmanna sýslumannsembætta. Kröfur til háttsemi starfsmanna ríkisins. Skráning mála og upplýsinga og aðgangur að gögnum samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur:

kynnist nokkrum af grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu og þýðingu þeirra fyrir starfsemi sýslumannsembætta, með áherslu á þær reglur sem birtast í stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

kunni skil á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda.

kunni skil á helstu reglum sem hafa áhrif á kröfur til stjórnvalda um skráningu mála og upplýsinga.

fái innsýn í helstu reglur sem gilda um aðgang að gögnum í stjórnsýslunni og meðferð trúnaðarupplýsinga.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræða, verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    2 skipti: miðvikud. 14.+ 28. nóvember. kl. 08:30 - 10:30.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Staðsetning
    Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.11.2018Stjórnsýsla og lagaumhverfi 08:3010:30Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
28.11.2018Stjórnsýsla og lagaumhverfi08:3010:30Sara Lind Guðbergsdóttir