Verkefnastýring með Microsoft OneNote og Outlook - Vefnám

Á þessu námskeiði er fjallað um hvernig er hægt að nota Outlook og OneNote til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Unnið verður eftir aðferðafræðinni „tómt innbox“ og farið yfir hvernig Outlook er notað í skipulagningu verkefna.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig Outlook og OneNote samnýta Task og hvernig er hægt að fá yfirlit yfir þau verkefni sem eru á döfinni. Fjallað er um það hvernig OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • QuickSteps
  • Búa til reglur (Rules)
  •  Tasks
  • Tags
  • Forward to OneNote
  • To do list
  • Hvernig á að deila Notebook
  • Samvinna á Notebook
  • Hvernig taka á stjórnina af Outlook í eigin hendur

Hæfniviðmið

Að öðlast meiri þekkingu og færni í Outlook

Að auka þekkingu á OneNote

Að læra að nota OneNote til að halda utan um verkefni

Fyrirkomulag

Þátttakendur þurfa að vera með eigin fartölvu með forritið OneNote 2016 uppsett. Ekki er mælt með Apple tölvum þar sem OneNote á þeim veitir takmarkaða möguleika til notkunar.

Það finnast þrjár útgáfur af OneNote í dag:

  • OneNote 2016 (stundum kölluð Desktop útgáfan)
  •  OneNote for Windows 10 (fylgir Windows 10 stýrikerfinu)
  • OneNote Online

OneNote 2016 er sú útgáfa sem inniheldur mesta virkni og þar af leiðandi sú útgáfa sem kennt er á. Á námskeiðinu er farið í hver er munurinn á þessum útgáfum og hvernig þú getur nýtt þér þær allar á mismunandi hátt.

Þar sem OneNote for Windows 10 og Apple útgáfan af OneNote hafa takmarkaðri virkni heldur en OneNote 2016 dugar ekki að hafa eingöngu þær útgáfur á námskeiðinu.

OneNote 2016 er hægt að hlaða niður á slóðinni: www.Onenote.com/download

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 7. apríl kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir byrjendur í Outlook og OneNote.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
07.04.2022Verkefnastýring með Microsoft OneNote og OutlookHermann Jónsson