Forystufræðsla - Fúli félagsmaðurinn - Að takast á við krefjandi einstaklinga - Einnig í fjarfundi.
Öll lendum við í því að taka á móti erfiðum og krefjandi samstarfsfólki og félagsmönnum, einstaklingum sem eru ósáttir einhverra hluta vegna og láta þessa óánægju og reiði bitna á öðrum.
Á námskeiðinu verðu farið í hvernig:
• Framkoma/aðstæður reynast þátttakendum erfiðar og hvers vegna – í hverju felst vandin og hvers vegna getur þjónusta (samskipti) verið krefjandi?
• Þátttakendum er tamt að bregðast við krefjandi aðstæður s.s. ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir – hvað get ég gert til að draga úr vandanum?
• Sjálfsþekking og sjálfstraust hefur áhrif á færni í samskiptum s.s. að hjúpa sig, sjálfsstjórn, að setja sig í spor annara, hlustun, rauhæfar væntingar til starfsumhverfis, setningar og ,,tækni“ sem gott er að grípa til
Lögð er áhersla á:
• Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og leiðir til að temja sér ný viðbrögð og yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar – vertu sterki aðilinn!
• Mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum t.d. með sjálfsþekkingu og að setja sig í spor viðskiptavinarins – hvað býr að baki?
• Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum – auktu færni þína, sjálfsaga, sjálfsöryggi og vertu sá sem er flínkur í að tala við alla og taka á málum!
• Hvernig má á kurteinslega hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, setja mörk en sýna um leið skilning – sjálfsstyrkur og rósemi!
• Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega – taktu þetta ekki inn á þig!
• Viðhorf, líta á krefjandi einstaklinga sem áskorun til að þroska eigin samskiptafærni og persónustyrk – reynslubankinn: Þú ert alltaf að læra og styrkjast!
Unnið er með raunhæf dæmi úr starfsumhverfi þátttakenda og lögð áhersla á virkni þeirra og hagnýtingargildi vinnusmiðjunnar.
Verð er krónur 24.000 en stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagurinn 9. október, kl. 9:00 - 13:00
- Lengd4 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjafar.
- StaðsetningGuðrúnartúni 1, 1. hæð (Bárubúð)
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá) smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.10.2019 | Fúli félagsmaðurinn - Að takast á við krefjandi einstaklinga. | 09:00 | 13:00 | Sigríður Hulda Jónsdóttir |