Enska fyrir heilbrigðisgreinar - Akureyri

Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfstengda ensku, þ.e. þann orðaforða sem tengist heilbrigðismálum og öðru sem tengist starfinu. Áhersla er lögð á þjálfun talmáls, með samtölum og vinnu í litlum hópum. Farið er í grunnatriði málfræði og stafsetningar. Kennslustundirnar eru skemmtilegar og líflegar þar sem markmiðið er að gera fólk óhrætt og fært um að tjá sig við þjónustuþega.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur verði öruggari að tjá sig á ensku.

Að þátttakendur byggi upp orðaforða sem nýtist þeim í starfi.

Að þátttakendur skilji helstu hugtök á ensku er tengjast starfssviði þeirra.

Að þátttakendur geti svarað fyrirspurnum í starfi á ensku, bæði munnlega og skriflega.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þrjú skipti kl. 15:00 - 17:00: fimmtud. 21. nóv. þriðjud. 26. nóv. fimmtud. 28. nóv.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Karen Malmquist.
  • Staðsetning
    SÍMEY - Þórsstíg 4, 600 Akureyri.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk í heilbrigðisgreinum, m.a. mótttökuritara og læknaritara, á Norðurlandi.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið, aðrir verða að skrá sig SÍMEY.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia@smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.11.2019Enska fyrir heilbrigðisgreinar.15:0017:00Karen Malmquist.
26.11.2019Enska fyrir heilbrigðisgreinar.15:0017:00Símey
28.11.2019Enska fyrir heilbrigðisgreinar.15:0017:00Símey