Menntun til sjálfbærni og loftslagsbreytingar - Stað- og vefnám 16. apríl kl. 09:00 - 16:00

Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir með afleiðingum á borð við hnignun lífbreytileika eru raunverulegar og aðkallandi ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir. 
Þetta getur valdið kvíða og vonleysi, ekki síst hjá yngra fólki sem finnst það vanmáttugt gagnvart þessari ógn.
Menntun til sjálfbærni (e. Education for sustainability) og umbreytandi nám (e. transformative learning ) eru kennsluaðferðir sem valdefla ungt fólk til áhrifa í umhverfismálum og styðja við getu þeirra til aðgerða.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Sjálfbærni og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
 •  Menntun til sjálfbærni – kennsluaðferðir sem efla getu til aðgerða.
 • Valdeflingu nemenda sem mótvægi við loftslagskvíða.
 • Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir.
 • Hnignun lífbreytileika.
 • Loftslagsréttlæti og hnattræna vitund.
 • Tenging við aðalnámskrá og verkefnatillögur.

ATH. Hægt að velja (haka við) að taka námskeiðið í vefnámi eða staðnámi.

Markmið

Að læra nýjar kennsluaðferðir um sjálfbærni og loftslagsmál.

Að kynnast þátttökumiðaðar aðferðir sem stuðla að getu til aðgerða og þar með m.a. að mildun loftslags- og framtíðarkvíða.

Að öðlast verkfæri og verkefnatillögur til að miðla efninu áfram.

Að kynnast sjálfbærri þróun, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og loftslagsmálum á mannamáli.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræða, verkefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudagur 16. apríl kl. 09:00 - 16:00
 • Lengd
  7 klst.
 • Umsjón
  Katrín Magnúsdóttir, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði. Guðrún Schmidt er með MA gráðu í menntun til sjálfbærni.
 • Staðsetning
  Vefnám eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfandi kennarar og öllum þeim sem hafa áhuga á sjálfbærni og loftlagsbreytingum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
16.04.2021Menntun til sjálfbærni og loftslagsbreytingar - kennsla á tímum hnattrænna áskoranaGuðrún Schmidt og Katrín Magnúsdóttir