Menntun til sjálfbærni og loftslagsbreytingar - Stað- og vefnám 16. apríl kl. 09:00 - 16:00
Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir með afleiðingum á borð við hnignun lífbreytileika eru raunverulegar og aðkallandi ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir.
Þetta getur valdið kvíða og vonleysi, ekki síst hjá yngra fólki sem finnst það vanmáttugt gagnvart þessari ógn.
Menntun til sjálfbærni (e. Education for sustainability) og umbreytandi nám (e. transformative learning ) eru kennsluaðferðir sem valdefla ungt fólk til áhrifa í umhverfismálum og styðja við getu þeirra til aðgerða.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Sjálfbærni og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- Menntun til sjálfbærni – kennsluaðferðir sem efla getu til aðgerða.
- Valdeflingu nemenda sem mótvægi við loftslagskvíða.
- Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir.
- Hnignun lífbreytileika.
- Loftslagsréttlæti og hnattræna vitund.
- Tenging við aðalnámskrá og verkefnatillögur.
ATH. Hægt að velja (haka við) að taka námskeiðið í vefnámi eða staðnámi.
Markmið
Að læra nýjar kennsluaðferðir um sjálfbærni og loftslagsmál.
Að kynnast þátttökumiðaðar aðferðir sem stuðla að getu til aðgerða og þar með m.a. að mildun loftslags- og framtíðarkvíða.
Að öðlast verkfæri og verkefnatillögur til að miðla efninu áfram.
Að kynnast sjálfbærri þróun, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og loftslagsmálum á mannamáli.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræða, verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiFöstudagur 16. apríl kl. 09:00 - 16:00
- Lengd7 klst.
- UmsjónKatrín Magnúsdóttir, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði. Guðrún Schmidt er með MA gráðu í menntun til sjálfbærni.
- StaðsetningVefnám eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundVefnámskeið
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurStarfandi kennarar og öllum þeim sem hafa áhuga á sjálfbærni og loftlagsbreytingum.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(hjá)smennt.is
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
16.04.2021 | Menntun til sjálfbærni og loftslagsbreytingar - kennsla á tímum hnattrænna áskorana | Guðrún Schmidt og Katrín Magnúsdóttir |