Stýrikerfi kl. 13:00 - 16:00

Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendum helstu stýrikerfi og eiginleika þeirra. Fjallað verður um hlutverk stýrikerfa og tengingu þeirra við tæki. Farið verður í stillingar notendaviðmóts og möguleika stýrikerfa sem auðvelda einstaklingi að vinna við tölvu og tæki á skilvirkan hátt. Lögð verður áhersla á aðgangsheimildir og uppfærslur og tilgang þeirra. Að auki verður fjallað um hvernig ólík stýrikerfi geta unnið saman og hverjar eru takmarkanir þeirra og að mismunandi útgáfur forrita virka með ólíkum stýrikerfum.

Námið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði í samvinnu við Framvegis – Miðstöð símenntunar. 

Hæfniviðmið námsþáttar

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu stýrikerfum, eiginleikum þeirra og viðmóti
 • Algengustu stillingum á notendaviðmóti ólíkra stýrikerfa og að þær geta verið mismunandi milli kerfa
 • Takmörkunum ólíkra stýrikerfa, t.d. varðandi framboð forrita sem hægt er að setja upp á stýrikerfi
 • Að stýrikerfi uppfylla ólíkar þarfir og bjóða upp á mismunandi notkunarmöguleika

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Geta stillt viðmót stýrikerfis þannig að það verði notendavænt fyrir viðkomandi

Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Meta og nota stillingar notendaviðmóts stýrikerfis sem auka skilvirkni og henta vinnuumhverfi
 • Átta sig á hvaða þáttum stýrikerfis hann getur haft stjórn á og hverjum ekki

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 20. og mánudagur 25. október kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla skilning á stýrikerfum og stillingum stýrikerfa
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
20.10.2021Stýrikerfi13:0016:00Hermann Jónsson
25.10.2021Stýrikerfi13:0016:00Sami kennari