Starfsþróun og símenntun - Hvað vil ég? Hvernig kemst ég þangað?
Hugleiðing um mikilvægi þess að marka sér skýra sýn um eigin starfsþróun og símenntun og setja markmið því til samræmis. Hvernig náum við markmiðum okkar? Umræða um mikilvægi þrautseigju og þess að grípa tækifærin.
Hádegisfyrirlestur haldinn í húsnæði Starfsmenntar kl 12 - 12:40.
Viðburðurinn er hluti af viðburðum sem fara fram í tengslum við Evrópsku starfsmenntavikuna, en hún er haldin í fjórða sinn dagana 14. – 18. október 2019. Í Starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis. Þá fá skólar og aðrar stofnanir, sem sinna starfsmenntun, tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun. Sjá nánar um Evrópsku starfsmenntavikuna 2019 á vef Rannís.
Hæfniviðmið
Að vekja fólk til vitundar um eigin ábyrgð í símenntun og starfsþróun, hvaða leiðir er hægt að fara og gildi þrautseigju í þessu samhengi.
Fyrirkomulag
Fyrirlesturinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir en honum verður einnig streymt á facebook síðu Starfsmenntar; Fræðslusetrið Starfsmennt. https://www.facebook.com/starfsmennt/?epa=SEARCH_BOXHelstu upplýsingar
- TímiKl 12 - 12:40
- Lengd1 klst.
- UmsjónRakel Heiðmarsdóttir
- StaðsetningSkipholt 50b, 3.h.h.
- TegundViðtal
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurOpið öllum
- Tengiliður námskeiðsJúlía Hrönn Guðmundsdóttirjulia@smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 16.10.2019 | Starfsþróun og símenntun - Hvað vil ég? Hvernig kemst ég þangað? | 12:00 | 12:40 | Rakel Heiðmarsdóttir, doktor í ráðgjafarsálfræði, ráðgjafi hjá Birki ráðgjöf |