Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - Nýttu styrkleika þína á nýjan hátt
Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri. Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpunarkrafur, þrautseigja og heilindi.
Ávinningur þinn eftir þetta námskeið gæti verið meiri ánægja og gleði í daglegu lífi ásamt aukinni sjálfsþekkingu og bættum samskiptum.
Námsþættir:
Ávinningur þinn eftir þetta námskeið gæti verið meiri ánægja og gleði í daglegu lífi ásamt aukinni sjálfsþekkingu og bættum samskiptum.
Námsþættir:
- Jákvæð samskipti.
- Samspil jákvæðni og árangurs.
- Leiðir til að auka jákvæðni í eigin lífi og annarra.
- Styrkleikar og styrkleikaþjálfun.
Hæfniviðmið
Meiri ánægja og gleði í daglegu lífi.
Aukin sjálfsþekking og bætt samskipti.
Færni í að greina og nýta styrkleika.
Meiri árangur.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, léttar æfingar.
Þátttakendur taka Realise2 styrkleikapróf og fá styrkleikagreiningu.
Prófið er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Helstu upplýsingar
- TímiFimm skipti á fimmtudögum: kl. 19:30-21:30. 1) 6. feb. 2) 13. feb. 3) 20. feb. 4) 27. feb. 5) 5. mars
- Lengd10 klst.
- UmsjónAnna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og kennari.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að draga fram styrkleika og öðlast innihaldsríkara líf, auka gæði í samskiptum og fá innsýn í styrkleikaþjálfun.
- Gott að vitaAðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Ummæli
Frábært námskeið - gefandi, skemmtilegur og lifandi kennari
Mjög skemmtilegt, fékk mann til að hugsa - hreyfði við mér
Opnaði margar dyr - fékk heilann til að vinna
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.02.2020 | Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) | 19:30 | 21:30 | Anna Jóna Guðmundsdóttirog Kristín Linda Jónsdóttir. |
13.02.2020 | Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) | 19:30 | 21:30 | Anna Jóna Guðmundsdóttir |
20.02.2020 | Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) | 19:30 | 21:30 | Anna Jóna Guðmundsdóttir |
27.02.2020 | Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) | 19:30 | 21:30 | Anna Jóna Guðmundsdóttir |
05.03.2020 | 19:30 | 21:30 | Anna Jóna Guðmundsdóttir |