Trúnaðarmenn Sameykis - Öflugir talsmenn og árangursrík samskipti

Námskeið fyrir trúnaðarmenn og fulltrúa Sameykis sem fjallar um að eiga góð samskipti og koma fram á t.d. kaffistofunni og á minni/stærri fundum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hagnýt atriði til að njóta sín betur á fundum/mannamótum/launaviðtölum.

Hæfniviðmið

Styrki hæfni sína í að nýta tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komast að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Þekki hvernig má nýta sér sviðsskrekk

Þjálfist í að undirbúa ,,óundirbúna“ ræðu

Þekki hvernig efla má virka hlustun

Geri sér grein fyrir áhrifum líkamsstöðu og raddbeitingar

Verði meðvitaðir um mikilvægi þátttöku/ábyrgðar á fundum

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og hópverkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    29. mars frá kl. 10:00-16:00.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Sirrý Arnardóttir
  • Staðsetning
    Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn og fulltrúar Sameykis (áður SFR og St.Rv.)
  • Gott að vita
    Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópverkefnum. Hentar bæði vönum og óvönum ræðumönnum. Hagnýtt námskeið fyrir trúnaðarmenn sem eiga samskipti við ólíka einstaklinga í störfum sínum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting, þátttaka á námskeiði og verkefnavinna.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
29.03.2019Hagnýt atriði varðandi framkomu og tjáningu10:0012:15Sigríður Arnardóttir
29.03.2019Hádegismatur12:1512:45Sigríður Arnardóttir
29.03.2019Þjálfun í hnitmiðuðu máli, óundirbúnum ræðum o.fl.13:0016:00Sigríður Arnardóttir