SSH | TEACCH hugmyndafræði

Á þessu námskeiði kynnist þú TEACHH hugmyndafræðinni.

Markmið TEACCH hugmyndafræðinnar er að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu. Að nýta áhugasvið þeirra og það sem hefur tilgang fyrir þeim til þess að gefa þeim tækifæri til þess að læra nýja færni. Sjálfræði og viðurkenning fyrir þeirra menningu og óskum eru ávallt virtar.

Annað markmið TEACCH er að gera umheiminn skiljanlegri þannig að einstaklingar með einhverfu geti tekið þátt á sínum forsendum. Öryggi og samþykki er undirstaða fyrir vellíðan í öllum aðstæðum og stuðlar að virkri þátttöku.

Námskeiðinu er skipt í fimm námsþætti:

 1. Einhverfa og skynseginleiki (e. neurodiversity)
 2. Skipulag - sjálfstæði / þátttaka
 3. Sjálfræði - búseta / atvinna
 4. Yfirfærsla á umhverfið
 5. Vellíðan - heima / í vinnunni

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 3. nóvember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Svanhildur S. Kristjansson, M.Sc. CCSLP og TEACCH advanced certified consultant
 • Staðsetning
  BSRB, Grettisgötu 89, Reykjavík.
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
 • Mat
  Mæting
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi).Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélögin greiða námskeiðsgjald fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
03.11.2022TEACCH hugmyndafræði13:0016:00Svanhildur S. Kristjansson