Reykjavíkurborg | ÍTR - Streita, andlegt áreiti og álag

Mikilvægi starfsánægju, að stjórna eigin lífi, finna út hvað maður raunverulega vill í lífinu og hverju maður vill breyta og getur breytt. Gleðin og mikilvægi hennar í lífi og starfi. Að eiga við streitu og áreiti í starfi og lífi. Samspil og samþætting vinnu og einkalífs.
Fjallað er um jákvæða hugsun, eigin viðhorf og lífshætti án streitu. 
Þátttakendur greina áreiti í eigin lífi og starfi og átta sig á eigin viðbrögðum við álagi. Leiðir til að forgangsraða og viðhalda jafnvægi í daglegum verkefnum jafnt sem á álagstímum eru ræddar ásamt heppilegum næringarlindum og bjargráðum á álagstímabilum.

Sérhæft út frá starfsemi í sundlaugum. Leiðbeinandi þekkir til starfsumhverfis í sundlaugum og tekur mið af því á námskeiðinu. 

 
Hámark 20 þátttakendur á námskeiðinu. Ef skráning fer yfir það lendir fólk á biðlista. Ef áhugi er mikill verður fleiri námskeiðum bætt við. 


Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 18. janúar kl. 12:30-14:30
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
  • Staðsetning
    Starfsmennt, Skipholt 50b (3. hæð)
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn sundlauga og íþróttamannvirkja í Reykjavík
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.01.2023Sjálfsefling, öryggi í framkomu og þjónusta í krefjandi aðstæðum12:3014:30Sigríður Hulda Jónsdóttir