Tölvuleikni - Windows stýrikerfið - Vefnámskeið
Námskeiðið hefst á undirbúningsviku. Á meðan á henni stendur er enn mögulegt að skrá sig og bætast í hópinn. Vegna þessa breytist dagsetning námskeiðs á vefnum.
Á námskeiðinu er fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins.
Námið byggist að mestu upp af hagnýtum verkefnum og æfingaverkefnum. Útskýrt er hvernig gluggar eru meðhöndlaðir og farið yfir hlutverk myndræns notendaviðmóts. Einnig er útskýrt hvernig hægt er að sníða umhverfið að eigin þörfum.
Farið er í skráarvinnslu; hvernig unnið er með möppur, hvernig skipt er um nafn á þeim, raðað eftir mismunandi forsendum o.s.frv. Unnið er með einföld forrit, skrár myndaðar, vistaðar, færðar úr einni möppu í aðra, þeim eytt og síðan útskýrt hvernig hægt er að endurheimta skrár sem hefur verið eytt.
Farið er í notkun stjórnborðs til að móta notendaviðmótið að þörfum nemenda og ýmis algeng hjálparforrit (apps) eru skoðuð.
Námskeiðið er vefnámskeið. Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Tölvuskólann Nemandi.is.
Hæfniviðmið
Að styrkja færni þátttakenda í almennri tölvuleikni í starf og leik.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími17. sept. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAllir sem vilja efla færni sína í almennri tölvuleikni.
- Gott að vitaNámskeiðið hefst formlega 28. maí en þáttakendum stendur til boða "fljótandi upphaf" - þ.e.s hægt að hafa samband við kennarann og hefja leikinn um leið og skráning er samþykkt. Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
|---|---|---|
| 17.09.2019 | Tölvuleikni æfð og notendaviðmót tölvunar skoðað og mótað að þörfum. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 20.09.2019 | Skrár og skipulag tölvunnar. Almenn skráarvinnsla. Öryggisafritun með OneDrive. | Bjartmar Þór Hulduson |
| 27.09.2019 | Stjórnborð og stillingar tölvunnar. Hjálparforrit (apps) og notkun þeirra. | Bjartmar Þór Hulduson |