Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám
ATH. Það er fullbókað á námskeiðið en hægt að láta setja sig á biðlista. Áhugasamir hafi samband við Sólborgu í síma 550 0060 eða í gegnum netfangið solborg@smennt.is
Námið er einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við færslu bókhalds en vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi. Einnig fyrir þá sem hyggjast sækja undirbúningsnám til viðurkenningar bókara og vilja rifja upp kunnáttu sína í bókhaldi og dýpka þekkingu sína.
Námið byggir á meginreglum í reikningshaldi. Unnið er út frá lagaumhverfi á Íslandi og horft til aðferða sem viðhafðar eru á bókhaldsstofum almennt. Námið styrkir grunnþekkingu þeirra sem vilja öðlast aukinn skilning á bókhaldi.
Lögð er áhersla á verklegar æfingar í náminu. Verklegar æfingar í Excel verða því í hverjum kennsluhluta til að auka á færni nemenda að tileinka sér efni námskeiðsins.
Hægt er að sækja námið bæði í fjarnámi og staðnámi.
Námið er eitt misseri. Kennsla hefst mið. 6. mars og lýkur lau.13. apríl.
Kennt er aðra hverja viku á miðvikudögum og föstudögum kl. 16:15 - 19:15, nema síðustu tvær vikurnar, og laugardögum kl. 9:00 - 13:00.
Samtals 40 klukkustundir.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2019.
Fyrirkomulag umsóknar:
Áhugasamir skrá sig hjá Starfsmennt sem sendir til baka slóð/hlekk að umsókn um námið hjá EHÍ. Hulda verkefnastjóri hjá EHÍ tekur við umsókninni og setur sig í samband við umsækjanda.
Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið.
Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.
Hæfniviðmið
Að auka fræðilega og hagnýta þekkingu nemenda í reikningshaldi og hæfni til að beita henni í starfi.
Fyrirkomulag
Námið er án námsmats til einkunna og eininga. Það byggir mikið á verklegum æfingum.
Helstu upplýsingar
- TímiKennsla hefst miðvikudaginn 6. mars og lýkur laugardaginn 13. apríl. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar.
- Lengd40 klst.
- UmsjónSnorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og Master of Accounting and Auditing.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands að Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurEingöngu fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi.
- Gott að vitaEingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
- Mat90% mæting og verkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 06.03.2019 | Reikningshald | 16:15 | 19:15 | Snorri Jónsson |