Gerum gott starfsumhverfi betra
Starfsmennt býður upp á 12 klst. vinnustofu fyrir forstöðumenn, mannauðsstjóra, millistjórnendur og starfsmenn almennt þar sem fjallað er um sálfræðilega og félagslega áhrifaþætti er varða vinnu, heilsu, vellíðan og hvatningu.
Áhersla er einkum á einelti og kynferðislega áreitni, forvarnir og fyrirbyggjandi ráðstafanir.
Ávinningur:
- Þekking á framkvæmd sálfélagslegs áhættumats
- Skilningur á málsmeðferð og úrvinnsluferli mála
- Þekking á vinnuverndar- og stjórnsýslulögum
- Sérstök áhersla á orsaka- og áhrifaþætti streitu og kulnunar í starfi
- Víðtæk umfjöllun um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað
- Þjálfun í hagnýtum samtalsaðferðum til að draga úr sundrung og eyða ágreiningi
Hæfniviðmið
Að þátttakendur:
Þekki orsakir og áhrifaþætti eineltis og kynferðislegrar áreitni á vinnustað.
Geti komið auga á og fjarlægt áhættuþætti í sálfélagslegu umhverfi.
Verði færir um að takast á við vandamál sem upp geta komið og fylgt eftir málum á faglegan hátt.
Geti byggt upp öruggt og heilsusamlegt sálfélagslegt vinnuumhverfi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er í þremur hlutum, fjórar klukkustundir hverju sinni:
- hluti, sálfélagslegir áhættuþættir. Þriðjudaginn 16.október 2018 kl. 8:30-12:30.
- hluti, einelti og kynferðisleg áreitni. Þriðjudaginn 23.október 2018 kl. 8:30 -12:30.
- hluti, verkferli og vinnubrögð til inngripa. Þriðjudaginn 30.október 2018 kl. 8:30 -12:30.
Helstu upplýsingar
- Tími1.hluti 16. október kl. 8:30-12:30. 2.hluti 23. október kl. 8:30 -12:30. 3.hluti 30. október kl. 8:30 -12:30.
- Lengd12 klst.
- UmsjónMarteinn Steinar Jónsson, vinnusálfræðingur.
- StaðsetningFræðslusetrið Starfsmennt, Skipholti 50b.
- TegundStaðnám
- Verð36.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurForstöðumenn, mannauðsstjóra, millistjórnendur og starfsmenn.
- Gott að vitaNámskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar að kostnaðarlausu en aðrir greiða fullt verð.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- Mat90% Mæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 16.10.2018 | I. hluti: sálfélagslegir áhættuþættir. Þriðjudaginn 16.október 2018 kl. 8:30-12:30. II. hluti: einelti og kynferðisleg áreitni. Þriðjudaginn 23.október 2018 kl. 8:30 -12:30. III. hluti: verkferli og vinnubrögð til inngripa. Þriðjudaginn 30.október 2018 kl. 8:30 -12:30 | 08:30 | 12:30 | Marteinn Steinar Jónsson |
| 23.10.2018 | 08:30 | 12:30 | Marteinn Steinar Jónsson | |
| 30.10.2018 | 08:30 | 12:30 | Marteinn Steinar Jónsson |