Hafnarfjörður - Öryggi og áföll – viðbrögð við áföllum á vinnustað
Á námskeiðinu verður fjallað um viðbrögð við áföllum og þátttakendur fræddir um mögulegar afleiðingar alvarlegra áfalla. Rætt verður um ólík viðbrögð einstaklinga og hvernig draga má úr áfallastreitu, meðal annars með áfallahjálp.
Farið verður yfir þrjú stig bataferlisins, þ.e. losun/tæmingu, úrvinnslu (afneitun og endurupplifun) og bata.
Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að takast á við hverskonar áföll og afleiðingar þeirra.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur átti sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða.
Að þátttakendur þekki mismunandi andleg og líkamleg einkenni sem geta birst í kjölfar alvarlegra atburða.
Að þátttakendur viti til hvaða bjargráða hægt er að grípa til í kjölfar áfalla til að fyrirbyggja áfallastreitu.
Að þátttakendur þekki til áfallahjálpar og mikilvægi hennar til að fyrirbyggja áfallastreitu.
Að þátttakendur átti sig á mikilvægi félagslegs stuðnings vinnufélaga til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum áfalla.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími9. nóvember. Kl. 9.30-11.30.
- Lengd3 klst.
- UmsjónGuðrún H. Sederholm, félagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi.
- StaðsetningLækjarskóli.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Lækjarskóla.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað starfsmönnum Áslandsskóla, Öldutúnsskóla, Setbergsskóla og Lækjarskóla.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is5500060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.11.2018 | Viðbrögð við áföllum á vinnustað | 09:30 | 11:30 | Guðrún H. Sederholm. |