Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - Fjarnámskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Við innleiðingu staðalsins er gert ráð fyrir að a.m.k. ein launagreining liggi fyrir. Fyrirtæki og stofnanir þurfa síðan að framkvæma kerfisbundnar úttektir reglulega eftir innleiðingu og kanna þannig hvort að kynbundinn launamunur sé til staðar. 

Á námskeiðinu er fjallað um ferli launagreiningar og viðeigandi aðferðir kynntar, þ.e. aðferð minnstu kvaðrata (línuleg aðhvarfsgreining) og meðallaunagreiningu. Einnig er kynnt hvernig halda megi utan um launagögn og viðbótarupplýsingar um kjör starfsmanna í mannauðskerfum og gagnaskrám. Greint er frá skilgreiningum á launum og launatengdum þáttum og skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja og stofnana. Ná þarf utan um sem flesta þætti sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttasta mælingu á launamun. Einnig er fjallað um hvernig rýna megi í niðurstöður launagreininga og mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir setji fram áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun, ef hann er til staðar.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast grunnþekkingu á framkvæmd launagreininga, hverju þarf að huga að og hvað ber að varast.

Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að staðlinum ÍST85:2012, sem má nálgast á stadlar.is

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Föstudaginn 8. nóv. kl 13:00 fer fram prufa á búnaði og ZOOM kerfinu fyrir þá þátttakendur sem það vilja.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 25.okt. kl.10:00.

Hæfniviðmið

Að öðlast skilning á launagreiningu, tilgangi hennar og aðferðum.

Að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á launamyndun.

Að átta sig á hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd launagreininga og hvað beri að varast.

Að kynnast helstu tækjum til launagreininga.

Að þekkja ferli launagreiningar og verklag.

Að öðlast grunnþekkingu á framkvæmd einfaldra launagreininga og áætlunum um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudaginn 11. nóv. kl. 13:00 - 16:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
  • Staðsetning
    FJARNÁMSKEIÐ
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
  • Gott að vita
    Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.11.2019Á námskeiðinu er fjallað um:13:0016:00Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
11.11.2019Ferli við launagreiningu.13:0113:01Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Aðferðir við launagreiningu.13:0213:02Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Hugtök og launaskilgreiningar.13:0313:03Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Launastefnu og viðmið til grundvallar launaákvörðunum.13:0413:04Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Þætti sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja/stofnana.13:0516:05Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Skilgreiningar á launum og launatengdum þáttum í staðlinum.13:0613:06Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
11.11.2019Rýni og áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.13:0713:07Guðbjörg Andrea Jónsdóttir