St.Rv. - Gott að vita - Eldað með börnum
Allir elda úr öllu. Börn og foreldrar elda saman. Hver kannast ekki við setninguna: „Það er ekkert til!“, en ísskápur og skápar eru fullir af mat. Námskeiðið er verklegt og miðar að því að fá fjölskylduna til að elda saman fjölbreytta rétti, áhersla er á grænmetisrétti og eins hvernig hægt er að nýta það sem til er hverju sinni. Í lokin setjumst við niður og njótum afrakstursins.
Miðað er við lágmarksaldur 10 ár, en þar sem foreldrar þekkja barn sitt best, meta þeir hvort barnið hafi gagn og gaman af námskeiðinu. Rétt er að taka fram að unnið verður með hnífa, potta og pönnur. Takið með ykkur inniskó og svuntu.
Athugið, aðeins eitt barn með hverri skráningu.
Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur kynnist hvernig hvernig elda má í sameiningu á auðveldan hátt.
Fyrirkomulag
Verkleg kennsla.Helstu upplýsingar
- Tími27. nóvember, frá kl. 17.30-21.30.
- Lengd4 klst.
- UmsjónFramvegis.
- StaðsetningHússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar St.Rv. og SFR.
- Gott að vitaAðeins fyrir aðildarfélaga St.Rv. og SFR.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsHelga Tryggvadóttirhelga@framvegis.is581 1900
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 27.11.2018 | Matreiðsla | 17:30 | 21:30 | Dóra Svavarsdóttir eigandi Culina – veitinga og veisluþjónustu. |