Þrautseigjuþjálfun - Akureyri

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til  hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Lykilspurningar: 

  • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?
  • Er til eitthvað sem að heitir„of mikil“ þrautseigja?
  • Hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun?
  • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?
  • Hvernig getum við nýtt okkur taugavísindin til að auka álagsþol?
  • Hvað er núvitund og hvernig getum við nýtt þá aðferð til að draga úr streitu?
  • Hvaða með hugræna atferlismeðferð?
  • Hvað kom út úr þrautseigjuprófinu þínu?
  • Hvert verður þitt næsta skref í að auka þrautseigju þína?

Hæfniviðmið

Að þekkja eigin þrautseigjustuðul og vita hvaða þættir ýta undir aukna þrautseigju.

Að auka álagsþol og viðnám í einkalífi og starfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni.

Undirbúningur: 
Þátttakendur taka I resilience prófið fyrirfram og skoða eftirfarandi spurningar :

  • Hvaða leiðir nota ég til að endurhlaða ” batteríin 
  • Hvernig hef ég komist í gegnum tímabil streitu og álags

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudaginn 2. okt. kl. 13:00 - 16:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Snorradóttir, master í jákvæðri sálfræði og vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation).
  • Staðsetning
    SÍMEY - Þórsstíg 4, 600 Akureyri.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig SÍMEY.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og verkefnavinna.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia@smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
02.10.2019Þrautseigjuþjálfun.13:0016:00Guðrún Snorradóttir, master í jákvæðri sálfræði og vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation).