Reykjanesbær - Breytingastjórnun og vinnustaðarmenning

Heimilin á Velferðarsviði Reykjanesbæjar ætla að innleiða Þjónandi leiðsögn. Þjónandi leiðsögn er ákveðin hugmyndafræði sem byggir á að starfsmenn noti ákveðna aðferð í að sinna íbúum og þjónustunotendum. Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) er hugmynda- og aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Skipulag og lausnir byggðar á mannlegum gildum og kærleika eru notaðar til að aðstoða fólk til þess að fá dýpri skilning á samskiptum og daglegum viðfangsefnum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim. Þegar farið er í slíkar breytingar verða breytingar á menningu á staðnum. Stjórnendur hvers stað fyrir sig þurfa að leiða þessa innleiðingu.

Á námskeiðinu er farið í lykilatriði breytinga eins og innleiðingu og algeng viðbrögð fólks við breytingum. Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og vinnustaðarmenningu. Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu. Þátttakendur ræða breytingar í eigin vinnuumhverfi ásamt afleiðingum og árangri. Einnig er fjallað um hvað vinnustaðarmenning er og hvernig hún verður til. Nokkrar menningargerðir eru teknar til umræðu og fjallað um breytingar á fyrirtækjamenningu. 

Hæfniviðmið

Aukin þekking á eðli breytinga

Aukin innsýn í viðbrögð við breytingum

Meiri þekking á hindrunum við innleiðingu breytinga

Innsýn í mótun og þróun vinnustaðarmenningar

Aukin persónuleg hæfni í að takast á við breytingar

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, virk þátttaka.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    22. janúar kl. 8:30 - 12:30.
  • Lengd
    4 klst.
  • Staðsetning
    Skólavegi 1, 230 Reykjanesbær.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
22.01.2020Breytingastjórnun og vinnustaðarmenning.08:3012:30Ingrid Kuhlman