Launaskólinn - Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa

Markmiðið er að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi, með því að gefa heildarsýn yfir sviðið, kynna helstu ákvæði kjarasamninga og réttinda launþegans ásamt því að veita hagnýtar upplýsingar.

Laun og vinnutími (5 kst)

Fjallað er um megingrundvöll launaútreikninga, þ.e. vinnutíma starfsmanna. Farið yfirlykilatriði í því efni, s.s. vinnutímaskipulagið, dagvinnutímabil, neysluhlé og starfshlutfall,sem og tengd atriði eins og yfirvinnu, álagsgreiðslur og sérstaka frídaga. Áhersla er lögð áhefðbundna dagvinnu á mánaðarlaunum.

Rétt laun á réttum tíma (3 kst)

Umfjöllunarefnið er meginskylda vinnuveitenda sem er að greiða rétt laun á réttum tíma.Farið yfir ýmis grunnatriði svo sem hvort um mánaðarlaun eða tímavinnu sé að ræða,greiðsludag, uppgjörstímabil, lífeyrissjóðsgreiðslur og önnur launatengd gjöld sem og mistökí launaafgreiðslu.

Lágmarkshvíld og frítökuréttur (3 kst)

Hér er gerð grein fyrir öðrum tegundum vinnutímaskipulags en dagvinnu, einkum vaktavinnuog bakvöktum með tilliti til launaútreikninga. Fjallað er um vaktskrá, álagsgreiðslur vegnavinnu utan dagvinnutímabils, greiðslur vegna ótryggra neysluhléa, uppgjörsmáta vegnasérstakra frídaga (bæting, greiðslur og vetrarfrí), bakvaktargreiðslur, bakvaktarfrí, útköll o.fl. 

Umsjón

Guðrún J. Haraldsdóttir frá Fjársýslu ríkisins, Stefanía Jóna Níelssen og Guðmundur Freyr Sveinsson frá Sameyki.

Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar  að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 55.000. 

Hæfniviðmið

Kunni skil á helstu reglum um vinnutíma og skipulag hans.

Auka færni þátttakenda til að vinna með vinnutímaforsendur.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    11. nóvember frá kl. 10:00-16:00 og 12. nóvember frá kl. 9:00-16:00.
  • Lengd
    11 klst.
  • Umsjón
    Ýmsir kennarar koma að náminu, sjá nánar í lýsingu.
  • Staðsetning
    Skipholt 50b, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    55.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúa og þeir sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ.
  • Gott að vita
    Með þessu námi er ætlunin að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.11.2019Laun og vinnutími10:0012:00Guðmundur Freyr Sveinsson
11.11.2019Laun og vinnutími13:0016:00Stefanía Jóna Nielsen
12.11.2019Rétt laun á réttum tíma.09:0012:00Guðrún Jónína Haraldsdóttir
12.11.2019Lágmarkshvíld og frítökuréttur.13:0016:00Guðrún Jónína Haraldsdóttir