Sýslumenn | Microsoft Teams, framhald

Microsoft Teams hefur reynst afar gagnlegt til að halda utan um starfsemi fyrirtækja sem þurfa á stuttum tíma að  laga sig að breyttu vinnufyrirkomulagi. Í forritinu felast tækifæri til að gera skipulag verkefna skilvirkari til framtíðar. 
Með aðstoð forritsins geta teymi einstaklinga myndað hópa sem vinna saman, deila gögnum og eiga í samskiptum á spjallborði. 
Innan hvers teymis má setja upp fleiri en einn hóp er endurspeglar skipulag, í kringum ákveðin verkefni. Innan hópanna má halda fundi, vera með hópspjall,  geyma gögn og tengja við aðrar lausnir og forrit. 

Á þessu námskeiði skoðum við hvernig við getum fengið enn meira út úr Teams.  Við skoðum á meðal annars eftirfarandi:

  • Nýttu rásirnar betur
  • Tengdu inn réttu forritin
  • Vinna með skjöl í Teams (Teams-SharePoint-Office)
  • Sérsniðnar stillingar

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 10. nóv. kl. 08:30 - 10:30
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað starfsmönnum sem starfa hjá sýslumannsembættunum. Aðildarfélögum Starfsmenntar er námskeiðið að kostnaðarlausu, embættin greiða fyrir aðra starfsmenn. Námskeiðið verður kennt í gegnum TEAMS forritið.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.11.2022Microsoft Teams framhald08:3010:30Hermann Jónsson