Excel töflureiknir, framhald - Vefnámskeið
Námskeiðið Excel framhaldsnámskeið er hugsað fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu og reynslu af forritinu. Þetta er vefnámskeið þar sem nemendur fá sent námshefti og skoða einnig kennslumyndbönd á netinu.
Námsþættir:
- Mikilvægustu gagnavinnsluföllin.
- Gögn sótt sjálfvirkt á Netið inn í Excel til vinnslu.
- Snúningstöflur (Pivot).
- Uppflettiföll, leitar- og rökfræðiföll.
- Erlendir gagnagrunnar.
- Gögn sótt í gagnavinnslukerfi.
- Röðun og síun gagna.
- Tengingar milli skjala og innan vinnubókar.
- Verndun og læsing gagna.
- Fjölvavinnsla (Macros) og gerð þeirra.
- Fjármálaföll.
Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Allt efni hefur verið uppfært í samræmi við Office 2013. Kennt er á eldri kerfi fyrir þá sem þess óska.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Hæfniviðmið
Aukin færni í notkun Excel.
Að geta haldið utan um skipulag og úrvinnslu stórra gagnaskráa.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt.
Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.
Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Ef upp koma tafir hjá nemendum (varðandi skil á verkefnum t.d) er velkomið að hafa samband við kennara og taka upp þráðinn, ef það er gert innan árs frá skráningu.
Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.
Helstu upplýsingar
- Tími27. apríl. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja bæta kunnáttu sína og færni í Excel.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
27.04.2020 | Notendaviðmót Excel, Gögn og listar, Data Form, Samsett röðun með Data Sort, Data Filter, Millisamtölur og Data Groups | Bjartmar Þór Hulduson |
15.04.2020 | NPER, PMT, FV fjármálaföllinn, H & V Lookup uppflettiföll, Stuttlega um Fjölva og Pivots, Gögn sótt í ytri gagnalindir | Bjartmar Þór Hulduson |
22.04.2020 | Læstar/ólæstar/blandaðar tilvísanir, Fallasmiðurinn, If rökfallið, Fjármálaföll - NPV | Bjartmar Þór Hulduson |