Ert þú tilbúin/n? Undirbúningur fyrir starfsmannasamtal
Á þessu námskeiði verður farið yfir nokkrar grunnspurningar sem eru hugsaðar sem verkfæri sem hjálpa þátttakendum að öðlast þekkingu á tilgangi og uppbyggingu starfsmannasamtala og öðlast aukinn skilning á samspili eigin viðhorfs til starfsmannasamtala og virkrar þátttöku í lifandi ferli.
Markmið
Að geta undirbúið starfsmannasamtalið með aðgengilegum og hagnýtum hætti.
Fyrirkomulag
Kennslumyndbönd og verkefni sem þátttakendur hafa aðgang að á „mínar síður“ á heimasíðu Starfsmenntar. Undir „námskeiðin mín“ er smellt á nafn námskeiðis og smellt á „kennslugögn“.Helstu upplýsingar
- Lengd1 klst.
- StaðsetningAllt landið
- TegundVefnámskeið
- Verð5.000 kr.
- MarkhópurFyrir almennt starfsfólk sem vill með hagnýtum hætti undirbúa sig fyrir starfsmannasamtal.
- Tengiliður námskeiðsHelga Rún Runólfsdóttirsmennt(hjá)smennt.is
Gott að vita
Námskeiðið er opið öllum en ókeypis fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
08.02.2021 | Ert þú tilbúin/n? Hvernig er best að undirbúa sig fyrir starfsmannasamtalið? | Fræðslusetrið Starfsmennt |