Dómstólasýslan - Góður starfsandi og vinnustaðarmenning - Vefnám 8. apríl kl. 9:00-11:00

Allir vinnustaðir hafa sína sérstöku menningu. Til dæmis ríkir sums staðar samkeppnisandi þar sem starfsmönnum finnst þeir sífellt þurfa að skara fram úr samstarfsfólkinu sínu. Á öðrum vinnustöðum ríkir samstarfsandi og þar finnst starfsmönnum fremur að þeim beri að vinna saman sem ein heild. 

Segja má að vinnustaðarmenningin sé hinn óskrifaði hluti vinnustaðarins. Vinnustaðarmenning getur lýst sér í tilteknum viðhorfum starfsmanna, þ.e. í sameiginlegum gildum, normum og viðhorfum. Menning er hugtak sem skýrir af hverju fólk gerir ákveðna hluti, hugsar á sama hátt, samþykkir sömu markmið, vinnuaðferðir o.s.frv. Þessi viðhorf geta einnig verið til staðar hjá ákveðnum hópi innan vinnustaðarins. Oftast er um að ræða mismunandi menningar og mismunandi gildismat á milli hópa á vinnustaðnum. 
Á námskeiðinu er fjallað um hvað vinnustaðarmenning er og hvernig hún verður til. Nokkrar menningargerðir eru teknar til umræðu og fjallað um áhrifavalda og breytingar á fyrirtækjamenningu.

Markmið

Að öðlast innsýn í eigin vinnustaðarmenningu.

Að þekkja og skilja mótun vinnuustaðarmenningu.

Að þekkja helstu tegundir vinnustaðarmenningar.

Að stuðla að betri starfsanda á eigin vinnustað.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, æfingar.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 8. apríl 2020 kl. 09:00 - 11:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk Dómstólasýslunnar
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er einnig í fjarnámi.Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
08.04.2021Góður starfsandi og vinnustaðarmenningEyþór Eðvarðsson