Að sýna djörfung og dug - Daring Greatly TM

Skráningu lýkur 21. okt. kl.10:00.

Námskeiðið er úr smiðju Dr. Brené Brown og ætlað fólki sem sækist eftir að styrkja sig í lífi og starfi.

Sjálfsþekking er mikilvæg í lífinu og grunnurinn að því að efla sjálfstraustið er að að þekkja sjálfan sig og hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum.

Það er sammannlegt að upplifa vanmátt og/eða skömm í ákveðnum aðstæðum en Brené talar um hugrekkið til að halda áfram þrátt fyrir mistökin, eigna sér þau, skoða hvernig hægt er að gera hlutina öðruvísi og taka næstu skref.

Ef við gerum einungis það sem við erum örugg með að takist vel förum við á mis við svo margt í lífinu. 

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Samkennd
  • Berskjöldun
  • Hugrekki
  • Skömm og skammarseiglu

Ávinningur þinn:

  • Aukin þekking á því hvernig hugsanir, hegðun og tilfinningar geta verið hamlandi.
  • Lærir að greina hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað til við að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum.
  • Lærir leiðir til að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem gjörbreyta því hvernig við vinnum með öðrum og stjórnum fólki.
  • Aukinn faglegur og persónulegur þroski.

Fyrirkomulag

Á námskeiðinu verður innlögn frá kennara, frá Dr. Brené Brown (myndbönd) og þátttakendur vinna verkefni sem nýtast þeim í lífi og starfi.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 7. og þriðjudagur 8. nóvember kl. 09:00 - 16:00
  • Lengd
    14 klst.
  • Umsjón
    Ragnhildur Vigfúsdóttir, Certified Daring Way™ Facilitator
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Allir sem vinna að félags- og velferðamálum, markþjálfa, náms- og starfsráðgjafa, kennara, félagsráðgjafa og aðra sem vilja vera öruggari í lífi og starfi og kynnast fræðum Dr. Brené Brown.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.11.2022Að sýna djörfung og dug - Daring Greatly TM09:0016:00Ragnhildur Vigfúsdóttir
08.11.202209:0016:00