Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu - Vefnám

Eftir ástandið síðustu mánuði höfum við nánast öll þurft að færa einhver samskipti yfir á netið, hvort sem eru fundir, teymisvinna eða kynningar.

Á þessu hagnýta námskeiði efla þátttakendur sig í að miðla upplýsingum í gegnum netið sem er ákveðin áskorun.

Farið verður yfir lykilatriði sem snúa að tilgangi og skilaboðum, framsetningu efnis og framkomu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Undirbúning kynninga og uppsetningu.
 • Tilgang og markmið kynninga.
 • Mátt sögunnar í skilaboðum.
 • Framsetningu efnis.
 • Framkoma í gegnum netið.
 • Notkun forrita eins og Zoom.

 

Markmið

Að efla færni í að miðla skilaboðum í gegnum netið.

Að fá góð ráð við notkun forrita eins og Zoom við fjarkynningar.

Að kynnast kraftmiklum aðferðum við mótun, uppsetningu og framsetningu kynninga.

Að læra góða framkomu í gegnum netið hvort sem er við kynningar eða sem hlustandi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram í gegnum forritið Zoom og samanstendur af kynningu, verkefnavinnu og umræðum í hópum.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 25. nóvember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Svava Björk Ólafsdóttir er MPM verkefnastjóri og annar af stofnendum RATA.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Námskeiðið er fyrir aðila sem nota fjarvinnuforrit að einhverju leyti við vinnu eða önnur samskipti.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  5500060
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
25.11.2020Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu13:0016:00Svava Björk Ólafsdóttir