Launaskólinn - Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur

Gefið er yfirlit yfir íslenska vinnumarkaðinn og hvað greinir opinbera markaðinn frá þeim almenna, m.a. flóknara regluverk. Greint er frá helstu hagsmunaaðilum sem takast á og semja um kaup og kjör.

Fjallað er um ríki og sveitarfélög sem vinnuveitanda m.a. út frá hugmyndafræði, stærð, samsetningu vinnuafls, hlutverkum og helstu réttarheimildum. Einnig er tekin fyrir verkaskipting ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar. Fjallað er um samningsrétt og gerð kjarasamninga og hvernig leitast er við að einfalda reglusetningu um réttindi og skyldur. Þá er dregin upp mynd af regluverkinu sem gildir um ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga í samanburði við það sem gildir á almennum markaði.

Farið er sérstaklega yfir lög og reglur sem gilda um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga en ekki um starfsmenn á almennum markaði, þ.e. stjórnsýslulög, upplýsingalög og sérákvæði almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn. Þá er fjallað stuttlega um lög og reglur sem takmarkast annars vegar við ríkisstarfsmenn og hins vegar við starfsmenn sveitarfélaga.

Hér má sjá námskrá Launaskólans.

Námskeiði er 22,5 klukkustundir.

Hæfniviðmið

Að þekkja uppbyggingu íslensks vinnumarkaðar og sérstöðu opinbera vinnumarkaðarins.

Að þekkja hlutverk og samspil helstu hagsmunaaðila og hvernig réttindi launafólks eru sett fram og tryggð í samningum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    6. maí frá kl. 9:00 - 16:00, 7. maí frá kl. 10:00 - 15:00, 13. maí frá kl. 9:00 - 17:00 og 14. maí frá kl. 10:00 - 14:30.
  • Lengd
    22,5 klst.
  • Umsjón
    Sara Lind Guðbergsdóttir og Einar Mar Þórðarson frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Gunnar Björnsson, Þóra Jónsdóttir frá Brú lífeyrissjóði o.fl.
  • Staðsetning
    Skipholt 50b, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    78.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúar og allir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er til að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi, með því að gefa heildarsýn yfir sviðið, kynna helstu ákvæði kjarasamninga og réttinda launþegans ásamt því að veita hagnýtar upplýsingar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka í tímum og verkefni.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550-0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.05.2019Opinber vinumarkaður, regluverkið um opinbera starfsmenn og samningamál09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
06.05.2019Opinber vinnumarkaður, regluverkið um opinbera starfsmenn og samningamál13:0016:00Sara Lind Guðbergsdóttir
07.05.2019Stjórnsýsla og lagaumhverfi hins opinbera; málsmeðferð10:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
07.05.2019Stjórnsýsla og lagaumhverfi hins opinbera; málsmeðferð13:0015:00Sara Lind Guðbergsdóttir
13.05.2019Upphaf starfs og starfsskyldur09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
13.05.2019Upphaf starfs og starfsskyldur13:0017:00Sara Lind Guðbergsdóttir
14.05.2019Kjarasamningar og ákvörðun launa, starfsmat sveitarfélaga10:0012:00NN
14.05.2019Kjarasamningar og ákvörðun launa, stofnanasamningar ríkisins10:0012:00Einar Mar Þórðarson
14.05.2019Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna13:0014:30Þóra Jónsdóttir