Dómstólasýslan - Starfsdagur um góðan vinnustað

Starfsdagur um góðan vinnustað 


Kl. 9:00-9:10 Inngangsávarp frá Dómstólasýslunni.
 
Kl. 09:10 - 10:10 Samskiptastílar - hópefli
Öll erum við einstök en samt svo lík. Munurinn sem er á okkur veldur því m.a. að okkur gengur misjafnlega að ná til sumra en annarra. Lykilatriði er að skilja hvernig við höfum samskipti. Það auðveldar öll samskipti að vita hvernig fólk hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. 

Ein þekktasta aðferðin til greiningar á samskiptastílum er byggð á kenningu Carl Gustaf Jung um sálfræðilegar týpur. En sú kenning gefur innsýn í hegðun og samskiptamáta fólks. Gerð er greinarmunur á 16 sálfræðilegum týpum útfrá fjórum þáttum sem eru Extrovert-Introvert, Sensing-Intuition, Thinking-Feeling og Judging-Perceiving. Þekking á þessum eðlislæga mismun milli einstaklinga opnar nýjar víddir í samskiptum og auðveldar skilning í umburðarlyndi og árangur í samskiptum.

Samskipti við vinnufélaga verða aldrei eins eftir þennan fyrirlestur. Fyrir námskeiðið svara þátttakendur stuttum spurningalista.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
Mismunur á milli einstaklinga.
Algengur misskilningur í samskiptum.
Ólíkar leiðir fólks í samskiptum.
Ólíkar leiðir við lausn vandamála.

Ávinningur:
Aukinn skilningur á eigin samskiptastíl og annarra.
Þekking á algengum vandamálum í samskiptum.
Þekkja leiðir til vinna með ólíku fólki.
Meira umburðarlyndi og ánægjulegri samskipti.

KL. 10:10 – 10:30 Kaffihlé

Kl. 10:30 - 12:00 Að takast á við álag og streitu
Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan.

Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og vita hversu mikið álag við þolum. Þeir sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Farið er í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
Mismunandi einkenni streitu.
Ástæður streitu.
Tengsl hugsana og hegðunar.
Að skilja vinnuna eftir í vinnunni

Ávinningur:
Innsýn í eigin streituviðbrögð.
Aukin færni í að takast á við streitu og álagi.
Færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði

Kl. 12:00 – 13:00 Hádegishlé

Kl. 13:00-16:00 Vinnustaðurinn minn
Góðir vinnustaðir eru vinnustaðir þar sem málin eru rædd á uppbyggilegan og góðan hátt og þar sem starfsmenn hafa lausnamiðaða hugsun og jákvæðni að leiðarljósi..
 
Það má aldrei vera markmið í sjálfu sér að allir séu alltaf sáttir við alla hluti enda ekki hægt að gera öllum til hæfis.  Það að vera hamingjusamur þýðir heldur ekki að maður sé ánægður með allt. En fátt er betra fyrir vinnustaði en umræða um umræðuna, samtal um samtalið og vinna til að bæta vinnuna.
 
Í þessari krefjandi og skemmtilegu vinnustofu er rætt um nokkrar af stóru spurningunum sem allir vinnustaðir eiga að tala um eins og: Er ég ánægð(ur) í starfi? Hvað hvetur mig og hvað letur? Hvernig er starfsandinn? Er gaman í vinnunni? Hvernig er að vinna með mér? Leiðbeinandi stýrir umræðum og blandar fræðilegu innleggi saman við umræðurnar.
 
Um er að ræða gefandi vinnu sem hefur góð áhrif á starfsandann og líðan á vinnustaðnum. Vinnustofan hentar mjög vel á starfsdögum og fyrir hópa sem vinna saman og vilja verða enn betri.
 
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
Uppbyggileg samskipti
Starfsandi og liðsheild
Starfsánægja
Að vera góður samstarfsmaður

Ávinningur:
Hreinskilni
Opinská og lipur samskipti
Meira traust
Samkennd
Aukin tilfinning um liðsheild

Kennsluaðferðir:
Fyrirlestur
Umræður

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi, M.A. í vinnusálfræði.

Fyrirkomulag


Helstu upplýsingar

  • Tími
    Föstudagur 28. maí kl. 9:00-16:00
  • Lengd
    7 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman þjálfari og ráðgjafi, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) og Eyþór Eðvarðsson þjálfari og ráðgjafi, MA í vinnusálfræði. Ingrid og Eyþór eiga Þekkingarmiðlun.
  • Staðsetning
    Grand Hótel
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Dómritarar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is
    550-0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
28.05.2021Starfsdagur um góðan vinnustað09:0016:00Ingrid Kuhlman og Eyþór Eðvarðsson