Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans
Að stjórna fólki reynist fólki mis erfitt. Margir grípa í fyrirmyndir og brjóstvitið en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stjórnun er fag og hægt er að beita ýmsum þekktum aðferðum til að ná betri árangri. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í þeim hlutverkum sem þeir takast á við í sínu starfi hvort sem þeir eru hópstjórar, vaktstjórar eða verkstjórar.Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf. Farið verður í ýmsar hindranir sem mæta stjórnendum og pytti sem hægt er að forðast. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna í hópum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvað er stjórnun?
• Hvert er hlutverk stjórnenda?
• Hvaða ytri þættir eru nauðsynlegir í stjórnun?
• Hver eru markmið stjórnunar?
• Hvernig er best að stjórna?
- Leiðtogahlutverkið.
- Hrós og endurgjöf.
- Hópstjórinn sem fyrirmynd.
- Gæði samskipta– traust, virka hlustun o.fl.
- Frammistöðustjórnun.
- Að skapa sterka liðsheild.
Hæfniviðmið
Aukin þekking og skilningur á markmiðum og gildi góðrar stjórnunar.
Aukinn skilningur á stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu.
Þú lærir nokkur atriði sem þú getur nýtt strax í þinni stjórnun og það sem ber að varast.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, verkefni, umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMánudaginn 18. maí kl. 13:00 - 16:30.
- Lengd3,5 klst.
- UmsjónKristinn Óskarsson er reyndur stjórnandi sem starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri hjá Securitas í 9 ár. Hann er viðskiptafræðingur, MBA frá HÍ auk þess að vera kennaramenntaður.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja.
- Gott að vitaAðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
18.05.2020 | Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans. | 13:00 | 16:30 | Kristinn Óskarsson |