Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi
Á námskeiðinu er farið yfir þau helstu álitaefni og áskoranir sem tengjast ofangreindu. Þá verður einnig vakin athygli á þeim upplýsingum sem eru vistaðar á skrifstofum stéttarfélaganna sjálfra og hvernig farið er með þær. Jafnframt kemur sérfræðingur frá Persónuvernd sem kynnir stofnunina og þá ferla sem einstaklingar geta farið með sín mál ef þeir telja á sér brotið. Markmiðið með námskeiðinu er að leiða þátttakendur til umhugsunar um mikilvægi friðhelgi einkalífs auk þess eiga þátttakendur að loknu námskeiðinu að þekkja algengustu brotin og álitamálin og hvernig hægt sé að leiðrétta ólögmætt ástand sem skapast getur á vinnustaðnum og/eða samfélaginu varðandi friðehlgi einkalífs og persónuvernd.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur þekki algengustu brot og álitaefni er varðar persónuvernd og friðhelgi einkalífs
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiFimmtudagurinn 21. mars kl. 9:00 - 12:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHalldór Oddson lögfræðingur ASÍ
- StaðsetningGuðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá) smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 21.03.2019 | Persónuvernd launafólks | 09:00 | 12:00 | Halldór Oddson |