Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð
Eru skjalamálin í ólagi eða lítið samræmi á milli sviða, deilda og jafnvel einstaklinga á þínum vinnustað þegar kemur að vistun gagna? Er þörf á einhverri heildarsýn yfir þau gögn sem tilheyra vinnustaðnum og sameiginlegri áætlun um það hvernig best er að koma þeim fyrir þannig að vistun þeirra og endurheimt sé tryggð til frambúðar?
Á námskeiðinu er fjallað um ávinning upplýsinga- og skjalastjórnunar og rætt um tengsl fagsviðsins við stjórnun þekkingar og gæða. Fjallað er um tegundir skjala, m.a. erindi / bréf á pappír, tölvupóst, samninga, ljósmyndir, teikningar, bókhaldsgögn, eyðublöð og kynningarefni. Farið verður stuttlega í íslensk lög og reglugerðir er varða skjalastjórn á Íslandi fyrir opinberar stofnanir og sýnt fram á hvernig hægt er að beina sambærilegum aðferðum við skjalastjórn í fyrirtækjum í einkaeigu. Fjallað verður um ISO 15489 sem er alþjóðlegur staðall um skjalastjórnun.
Umfjöllunarefni:
• Nokkur hugtök í skjalastjórn sem nýtast í starfi.
• Hlutverk Þjóðskjalasafns fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög.
• Skjalatalning – yfirsýn yfir þau gögn sem verið er að nota.
• Skjalavistunaráætlun fyrir virk og óvirk skjöl.
• Flokkun skjala, skráning, vistun og endurheimt.
• Skjalageymslur og pökkun skjala.
• Hvernig má standa að innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi, hvað ber að varast og hver eru fyrstu skrefin.
Á námskeiðinu eru tekin fyrir raunveruleg dæmi og reynt að tengja efnið sem best við reynslu þátttakenda hverju sinni svo það nýtist beint í starfi.
Hæfniviðmið
Aukin skilvirkni við upplýsinga- og skjalastjórn.
Aukinn skilningur á gildi upplýsinga- og skjalastjórnunar fyrir gæðastjórnun og rekstur.
Aukinn skilningur á hvernig hægt er að innleiða aðferðafræðina á vinnustaðinn sem heild.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.Helstu upplýsingar
- TímiMánudagur 27. og fimmtudagur 30. janúar. frá klukkan 13:00 - 16:00.
- Lengd6 klst.
- UmsjónRagna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar þeim sem annast skipulag skjalamála á eigin vinnustað. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
- Gott að vitaAðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
- Mat100% mæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 27.01.2020 | Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð | 13:00 | 16:00 | Ragna Kemp Haraldsdóttir |
| 30.01.2020 | Skjalastjórnun: Rekjanleiki og ábyrgð | 13:00 | 16:00 | Ragna Kemp Haraldsdóttir |