PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið
PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, s. s. glærur, litskyggnur, námsgögn og skjásýningar. Notandi hefur aðgang að mörg hundruð tilbúnum bakgrunnum og þarf aðeins að bæta við lykil-texta eða myndum til þess að útbúa lifandi og áhrifamikið efni. Bæta má t.d. við hreyfimyndum og hljóðupptökum sem auka áhrif skjásýninga.
Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt og/eða koma efni á framfæri á lifandi og sterkan hátt t.d. með því að setja glærur til kynninga á Netið.
Námsþættir:
- Sniðskjöl. Textabreytingar. Litasamsetning og myndefni.
- Listar, töflur, myndrit og skipurit. Haus & fótlínur. Minnispunktar.
- Útlínur, glæruröðun. Hreyfimyndir / Animation. Hljóðsetning. Sjálfvirk spilun.
Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna.
Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur fá í upphafi senda kennslubók og leiðbeiningar en sækja að auki eftir leiðsögn kennslumyndbönd af Internetinu.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Hæfniviðmið
Aukið öryggi í gerð glæsusýninga og kynninga.
Aukin færni í framsetningu efnis í PowerPoint.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími25. feb. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem vilja koma efni á framfæri á lifandi og skemmtilegan hátt.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- MatSkilaverkefni.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
25.02.2020 | Sniðskjöl. Textabreytingar. Litasamsetning og myndefni. | Bjartmar Þór Hulduson |
02.03.2020 | Listar, töflur, myndrit og skipurit. Haus & fótlínur. Minnispunktar. | Bjartmar Þór Hulduson |
09.03.2020 | Útlínur, glæruröðun. Hreyfimyndir / Animation. Hljóðsetning. Sjálfvirk spilun. | Bjartmar Þór Hulduson |