Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum - Einnig í fjarfundi.

Samfélags- og samskiptamiðlar eins og Facebook, Twitter, Linkedin, Instagram og Pinterest, bjóða fjölmarga möguleika en í þeim geta einnig falist hættur séu þeir ekki rétt nýttir. Farið verður yfir hvað samfélags- og samskiptamiðlar eru. Lögð verður áhersla á hvernig má nýta þá í starfi og á hvaða hátt, hverjar hætturnar eru, hver munurinn er á milli ólíkra miðla, hverjir nota hvaða miðla, hvenær og til hvers.

Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur skilji hvað felst í hugtökunum samskiptamiðill og samfélagsmiðill.

Að þátttakendur öðlist færni í að nýta samskiptamiðla á ábyrgan hátt.

Að þátttakendur kunni að nota samfélagsmiðla til að ná til félagsmanna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagurinn 11. apríl kl. 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Þorsteinn Mar Gunnlaugson, samfélagsmiðlari með meiru.
  • Staðsetning
    Guðrúnartúni 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá) smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.04.2019Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum.09:0012:00Þorsteinn Mar Gunnlaugsson