Forystufræðsla - Ertu að brenna kertið í báða enda? - Einnig í fjarfundi.
Á námskeiðinu er fjallað um einkenni kulnunar, mikilvægi sjálfsþekkingar og hvernig við getum áttað okkur á rauðu ljósunum þegar þau fara að blikka. Skoðuð eru tengsl sjálfsmyndar við kulnun og mikilvægi þess að geta sett sjálfum sér og öðrum mörk. Þá eru farið yfir hvaða ytri og innri þættir það eru sem hafa áhrif á okkur og hvernig við getum brugðist við.
Verkefni og umræður.
Anna Lóa er grunnskólakennari frá KHÍ, náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og með diplóma í sálgæslu. Hún er eigandi Hamingjuhornsins og hefur starfað sem ráðgjafi, kennari, pistlahöfundur, atvinnulífstengill og fyrirlesari hin síðari ár.
Verð er krónur 21.000 en stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiMánudagurinn 16. september, kl. 13:00 - 16:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónAnna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur meðal annars lokið diploma í sálgæslu og er eigandi Hamingjuhornsins.
- StaðsetningGuðrúnartúni 1, 1. hæð (Bárubúð)
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá) smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 16.09.2019 | Ertu að brenna kertið í báða enda? | 13:00 | 16:00 | Anna Lóa Ólafsdóttir |