Forystufræðsla - 5-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi - Í fjarfundi

Fundir eru algengasta en jafnframt misnotaðasta fyrirkomulag skipulegra samskipta - en með því að beita réttu leikskipulagi og skynsamlegri taktík má gera þá markvissari og árangursríkari. Markmið námskeiðsins er að benda á hagnýtar leiðir til þess að að nýta fundi með skynsamlegri hætti og stuðla þannig að betri fundarmenningu. Fjallað verður um 10 lýkilþætti sem skipta þar mestu máli, settar fram í þremur hlutum: Rétta umgjörðin (5 þættir), ábyrg fundarstjórnun (4 þættir) og skýr niðurstaða (1 þáttur).

Námskeiðið gagnast stjórnendum, leiðtogum, verkefnastjórum og í raun öllum þeim sem stýra fundum í leik og starfi og vilja nýta fundi betur.

Þór Hauksson er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MPM (Master of Project Management) próf frá HR. Þór hefur yfir 20 ára reynslu sem stjórnandi og verkefnastjóri í ólíkum geirum eins og þeim opinbera, í nýsköpun, í upplýsinga- og fjarstkiptatækni, í fjármálageiranum og nú síðast í orkugeiranum.  Hann hefur sinnt kennslu hjá MPM náminu, HÍ, EHÍ og víðar síðustu 6 ár. Þór starfar sem verkefnastjóri hjá Landsvirkjun og er formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands.


Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem margir þekkja í dag. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, en einnig er gott að hafa myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema, en þó ekki nauðsynlegt. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Verð kr. 21.000 en stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagurinn 28. apríl, kl. 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Þór Hauksson er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MPM (Master of Project Management) próf frá HR.
  • Staðsetning
    Í fjarfundi.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er í fjarfundi í gegnum fjarfundakerfið Zoom.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá) smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
28.04.20205-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi.Þór Hauksson